fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf

Pressan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 15:26

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vera dæmdur til fangelsisvistar er refsing. Það er ekki ákjósanlegt að vera refsað – eða hvað? Bankaræningi í Flórída er á öðru máli. Hann bókstaflega bað dómara að dæma sig til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar þar sem að honum líkar vistin þar.

Terry Meach er síbrotamaður sem helst hefur stundað það að ræna banka. Hann var nýlega sakfelldur og þegar kom að því að ákvarða refsingu sendi hann dómara skýr skilaboð þar sem hann bað um þyngstu refsinguna við brotum sínum.

„Ég vil vera í fangelsi,“ skrifaði hann til dómara og bætt við „gætir þú vinsamlegast dæmt á mig hámarksrefsingu eða lengstu fangelsisvistina svo ég geti snúið aftur í mitt eðlilega líf í regluföstu umhverfi?“

Meach var þó ekki að ósk sinni, að minnsta kosti ekki að öllu leyti. Hann hafði játað á sig sök í þremur bankaránum og dómari dæmdi hann í 20 ára fangelsi sem er hámarksrefsing við einu broti. Tæknilega hefði því hámarkið við þremur brotum verið 60 ár samkvæmt bandarísku réttarkerfi.

Meach skrifaði í bréfi sínu: „Fangelsið kemur í veg fyrir sjálfseyðingarhvötina mína og gerir samfélagið utan veggja fangelsisins öruggara. Ég veit að ég mun misstíga mig aftur. Ég fer alltaf í sama farið og það er 100 prósent satt. Ég elska lífið mitt í fangelsinu. Ég á þar fjölskyldu og góða vinnu. Þú verður að skilja mig, ég þekki muninn á réttu og röngu og ég er ekki galinn. Ég bara þekki sjálfan mig betur en nokkur annar.“

Meach var dæmdur í fangelsi árið 2012 eftir að hann játaði að hafa rænt SunTrust bankann í Miami og Fort Lauderdale TD bankann. Hann losnaði úr fangelsi árið 2016 og aðeins 10 dögum síðar rændi hann aftur banka. Þá var hann dæmdur í fangelsi í átta ár og þrjá mánuði. Hann losnaði svo úr fangelsi í febrúar á þessu ári og tveimur vikum síðar mætti hann í Hollywood Truist bankann með lambhúshettu, miðaði byssu á gjaldkera og heimtaði peninga. Tveimur dögum síðar hafði lögregla afskipti að honum á bensínstöð. Þar sagði Meach hafa rænt þrjá banka og að hann hefði í heilan dag reynt að gefa sig fram við lögreglu. Aðspurður um hvaða banka hann hefði rænt nefndi Meach þó rangar dagsetningar sem og banka sem ekki höfðu tilkynnt um nokkuð rán. Því taldi lögregla hann var að ljúga. Honum var því skipað að yfirgefa bensínstöðina, frjáls maður. Áður en hann fór tilkynnti hann þó lögreglu að ef hann yrði ekki handtekinn myndi hann ræna fleiri banka.

Tveimur dögum eftir það stóð hann við loforðið. Að þessu sinni ruddist hann inn í banka og sagðist vera með sprengju. Hann hætti þó við ránið þegar gjaldkeri neitaði samvinnu. Fór hann þá beinleiðis í næsta útibú þar sem hann sagðist vopnaður og heimtaði peninga.

Aftur rakst hann á lögreglu nokkrum dögum síðar og aftur reyndi hann að vekja athygli á því að hann væri eftirlýstur bankaræningi. Lögregla tók þó ekki mark á honum þá frekar en fyrri daginn og það var ekki fyrr en hann var sakaðu rum skilorðsrof mánuði síðar sem hann komst loks bak við lás og slá aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi