Dr. Brandon Crawford, sem er læknir við Harvard háskólann, sagði í samtali við She Finds að til séu krydd sem geti örvað heilann ef þeim er bætt út í morgunkaffið.
Annað þeirra er kanill. Kanill inniheldur fjölda efna sem eru góð fyrir heilann, þar á meðal mikið af andoxunarefnum. Kanill hjálpar heilanum að takast á við oxandi stress en það gegnir lykilhlutveri í þróun taugasjúkdóma á borð við Alzheimers.
Kanill getur þess utan hjálpað til við að stýra blóðsykurmagninu en það er mikilvægt til að viðhalda góðri heilastarfsemi og koma í veg fyrir taugasjúkdóma.
En það er hægt að setja fleira út í kaffið en kanill því eftir því sem Dr. Taz segir þá eykur það fitubrennslu ef maður setur kanil og kakóduft út í kaffið. Þetta getur einnig dregið úr bólgum. Segir læknirinn að þetta komi sér mjög vel við að hraða efnaskiptunum og þar með við að léttast.