fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Yfirmaður MI5 segir að markmið Rússa sé að skapa glundroða á götum Bretlands

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 13:45

Ken McCallum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, segir að Rússar hafi það markmið að skapa „glundroða“ á götum Bretlands sem og í öðrum evrópskum borgum. McCallum segir að verkefnin sem MI5 glími við um þessar mundir séu risavaxin.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu.

Í fréttinni er haft eftir McCallum að það séu ekki bara Rússar sem reyni að gera erkifjendum sínum lífið leitt því frá árinu 2022 hafi stofnunin komið í veg fyrir allskonar ráðabrugg frá Íran, alls 20 aðskilin tilfelli.

Til marks um umfang þessara verkefna segir McCallum að breska leyniþjónustan telji sig hafa komið í veg fyrir 43 árásir á götum Bretlands frá árinu 2017 sem komin voru langt í undirbúningi. Var markmið þessara árása að drepa sem flesta.

En landslagið í þessum efnum virðist hafa verið að breytast samhliða vaxandi ófriði í heiminum. Segir McCallum að fyrstu tuttugu árin hans í embætti hafi stofnunin glímt við hryðjuverkaógnir frá ýmsum öfgahópum. Þetta sé að breytast og ógnin í vaxandi mæli að koma frá einstaka ríkjum.

McCallum segir til dæmis berum orðum að Rússar beri ábyrgð á „íkveikjum, skemmdarverkum og fleiri hættulegum gjörningum“ á götum Bretlands á undanförnum misserum.

Hann bendir á að rúmlega 750 rússneskum erindrekum hafi verið vísað frá ríkjum Evrópu eftir innrásina í Úkraínu, flestir þeirra voru njósnarar.

McCallum segir að þetta hafi haft áhrif á störf rússnesku leyniþjónustunnar sem í auknum mæli hefur þurft að reiða sig á óreyndari samverkamenn sem auðveldara er að koma auga á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál