fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Morðalda skekur Norður-Írland

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 21:30

Mary Ward fannst myrt á heimili sínu á Melrose Street í Belfast. Hún er fjórða konan sem hefur verið myrt á Norður-Írlandi á síðustu sex vikum. Mynd: Skjáskot/Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norður-Írlandi hefur sett af stað morðrannsókn vegna láts ungrar konu. Er þetta fjórða konan sem hefur verið myrt á Norður-Írlandi á síðustu sex vikum. Kallað hefur verið eftir auknum aðgerðum til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og aðkoma lögreglu að málum konunnar, áður en hún lést, verður tekin til sérstakrar rannsóknar þar sem talið er mögulegt að ekki hafi nægilega mikið verið að gert.

Fjallað er um málið í bæði í írskum og breskum fjölmiðlum.

Umrædd kona hét Mary Ward og var 22 ára gömul þegar hún fannst látin á heimili sínu í Belfast 1. október síðastliðinn en eins og áður segir er andlátið nú rannsakað sem morð.

Alls hafa 24 konur verið myrtar á Norður-Írlandi síðan 2020 og fjórar á síðustu sex vikum.

Morðið á Mary þykir sérstaklega hryggilegt og líta þeim mun verr út fyrir norður-írsku lögregluna í ljósi þess að nýlega var aðgerðaáætlun hennar gegn ofbeldi sem beinist að konum og stúlkum endurskoðuð og hert sem fól ekki síst í sér að slíkir glæpir hlutu sama sess og hryðjuverk og skipulögð glæpastarfsemi. Talskona lögreglunnar segir ástandið þegar kemur að kynbundnu ofbeldi vera alvarlegt og að lögreglan muni ekki una sér hvíldar fyrr en náist í skottið á ofbeldismönnunum.

Aðgerða þörf

Í umfjöllun fjölmiðilsins Belfast Live kemur fram að kvenkyns stjórnmálaleiðtogar á Norður-Írlandi hafi kallað eftir hörðum og kerfisbundnum aðgerðum til að bregðast við þessum faraldri ofbeldis í garð kvenna og stúlkna. Aðgerða sé þörf um allt samfélagið, á heimilum, vinnustöðum og á götum úti. Norður-Írland sé einn hættulegasti staður í Evrópu fyrir konur og stúlkur.

Morðið á Mary Ward er, þegar þessi orð eru rituð, óupplýst og enginn er grunaður um verknaðinn og lögreglan hefur leitað til almennings eftir upplýsingum sem kunna að koma að gagni við rannsóknina.

Í umfjöllun Sky News kemur fram að eitthvað virðist hafa verið athugavert við aðkomu lögreglunnar að málum Mary. Það kemur ekki fram nákvæmlega hvað var athugavert við það en málinu var vísað til embættis umboðsmanns lögreglunnar eftir skoðun á fyrri samskiptum lögreglunnar og Mary. Lögreglan segir ekki grun um vanrækslu af hálfu lögreglumanna en áhyggjur hafi samt sem áður vaknað vegna viðbragða lögreglunnar í málum Mary áður en hún lést.

Fréttamaðurinn David Blevins hjá Sky News sérhæfir sig í fréttum af írskum málefnum. Hann segir þessa morðöldu og áhyggjur af því hvernig málið hefur verið meðhöndlað líta sérstaklega illa út fyrir norður-írsku lögregluna. Ekki aðeins hafi þetta nýjasta morð komið upp nokkrum dögum eftir að áðurnefnd aðgerðaáætlun, vegna ofbeldis í garð kvenna og stúlkna, var endurskoðuð og hert heldur sé lögreglan sjálf að draga í efa sín eigin viðbrögð vegna málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í