fbpx
Þriðjudagur 08.október 2024
Pressan

Hvaða systkini er gáfaðast? – Afgerandi niðurstaða vísindanna

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 03:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa áratugum saman velt fyrir sér hvort það hafi áhrif á greind og persónuleika fólks hvar í systkinaröðinni það er. En almenningur hefur einnig velt þessu fyrir sér og margir hafa hreykt sér af að vera gáfaðasta systkinið út frá því hvar í systkinaröðinni viðkomandi er.

Niðurstaða rannsóknar vísindamanna við University of Illinois varpar ljósi á þetta flókna málefni og gengur niðurstaða hennar þvert gegn gömlum hugmyndum um þetta. El Cronista skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir rannsökuðu gögn um 377.000 stúdenta og komust að óvæntri niðurstöðu. Hún er að það virðist ekki skipta miklu máli hvað varðar greindarvísitölu eða persónuleika hvar í systkinaröðinni fólk er.

Fyrri hugmyndir gengu út á að elsta barnið væri yfirleitt gáfaðra en þau sem á eftir koma og að ábyrgðartilfinning þeirra væri meiri. Var talið að þetta væri afleiðing af mikilli athygli frá foreldrunum og væntingum þeirra.

Miðjubörnin hafa oft verið talin friðarstillar fjölskyldunnar en þau yngstu sem fordekruð, fyndin og sjálfstæð.

En niðurstöður nýju rannsóknarinnar eru að munurinn á greindarvísitölu elsta barnsins og hinna sé svo lítill að hann skipti í raun engu máli. Þetta sé bara tölfræðilegur munur sem skipti ekki máli í hinu raunverulega lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Virtur lögreglumaður skotinn til bana er hann braust inn til nágrannans

Virtur lögreglumaður skotinn til bana er hann braust inn til nágrannans
Pressan
Í gær

Ný kenning um íbúana á Páskaeyju

Ný kenning um íbúana á Páskaeyju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta eitt skrýtnasta innbrot síðari tíma? – „Klóraðu þér“

Er þetta eitt skrýtnasta innbrot síðari tíma? – „Klóraðu þér“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn sýnir fram á tengsl milli neyslu græns tes og þess að lifa krabbamein af

Ný rannsókn sýnir fram á tengsl milli neyslu græns tes og þess að lifa krabbamein af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“