fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hinn grunaði í máli Madeleine McCann sýknaður

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Brückner, 47 ára Þjóðverji, var í morgun sýknaður í sakamáli sem höfðað var gegn honum vegna gruns um fjölmörg kynferðisbrot. Brückner er grunaður um að hafa rænt Madeleine McCann í Portúgal árið 2007 og drepið hana en ákæra í málinu hefur þó ekki verið gefin út.

Sýknan í máli Brückner þýðir að möguleiki er á að hann geti um frjálst höfuð strokið strax á næsta ári.

Brückner var ákærður fyrir þrjár nauðganir og tvö kynferðisbrot gegn börnum í Portúgal á árunum 2000 til 2017. Áttu meint brot sér stað skammt frá Praia da Luz á Algarve þar sem Madeleine hvarf árið 2007.

Verjandi Brückners, Friedrich Fuelscher, sagði í lokaræðu sinni í umræddu sakamáli í gær, að saksóknarar hefðu ekkert í höndunum í fyrrnefndum ákærum. Eina ástæða þess að hann væri fyrir dómi væri grunur um að hann hefði haft eitthvað með hvarf Madeleine að gera.

Saksóknarar höfðu farið fram á 15 ára fangelsisdóm yfir Brückner og hafa þeir þegar gefið það út að sýknudómnum verði áfrýjað. Brückner er í fangelsi en hann afplánar nú fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir nauðgun. Mun hann ljúka afplánun þess dóms í september á næsta ári en honum gæti þó verið veitt reynslulausn næsta vor.

Madeleine var þriggja ára þegar hún hvarf á sumarleyfisstað fjölskyldu sinnar á Algarve vorið 2007. Árið 2020 gáfu þýskir saksóknarar það út að Brückner væri grunaður um að hafa rænt henni og gengið væri út frá því að hún hefði verið myrt.

Þrátt fyrir það hefur lík Madeleine ekki fundist og Brückner staðfastlega neitað sök. Saksóknarar segjast þó ekki hafa gefist upp í málinu og vonast þeir til að safna nægum sönnunargögnum til að gefa út ákæru gegn Brückner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð