fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Pressan
Mánudaginn 7. október 2024 16:00

Vlada Patapov.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin af henni hlaupandi undan vopnuðum byssumönnum Hamas á Supernova-tónlistarhátíðinni í Kibbutz Re‘im í Ísrael, nærri Gasa-ströndinni, þann 7. október í fyrra vakti mikla athygli í heimspressunni.

Vlada Patapo hlaut í kjölfarið viðurnefnið „stúlkan með rauða sjalið“ og veltu margir fyrir sér hver örlög hennar urðu þennan dag. Var hún í hópi þeirra 364 einstaklinga sem myrtir voru á hátíðinni eða í hópi þeirra sem voru teknir í gíslingu?

Vlada komst lífs af frá árásinni og steig hún fram í viðtali við Mail Online í desember í fyrra þar sem hún fór yfir atburðarásina. Í dag er ár liðið frá hryðjuverkaárás Hamas sem var kveikjan að grimmilegri hefnd Ísraelshers sem réðst inn í Palestínu í kjölfarið. Ekki sér fyrir endann á stríðinu sem þegar hefur kostað 40 þúsund íbúa á Gasa lífið og kveikt ófriðarbál um öll Mið-Austurlönd. Er heimsbyggðin á barmi heimsstyrjaldar nú þegar ár er liðið frá atburðunum 7. október 2023.

Þjökuð af samviskubiti

Vlada Patapov, sem er úkraínskur ríkisborgari, er í viðtali við Mail Online í dag og segir hún að á því eina ári sem liðið er hafi líf hennar ekki verið neinn dans á rósum. Hún kveðst þjökuð af samviskubiti yfir að hafa komist lífs af á meðan aðrir voru ekki jafn heppnir og hún.

„Ef ég ætti eina ósk þá væri hún að geta sagt öllu þessu fólki, klukkutíma áður en árásin hófst, að eitthvað væri yfirvofandi,“ segir hún í viðtalinu. Í viðtalinu í desember lýst hún því einmitt að hún hefði haft einhverja skrýtna tilfinningu um að allt væri ekki eins og það ætti að vera.

Vlada fór á tónlistarhátíðina með kærasta sínum, Matan, og vinkonu þeirra, Mai. Hópurinn eyddi föstudagskvöldinu í að horfa á tónleika og spjalla við tjaldið sem þau höfðu sett upp. Þau fóru svo í háttinn um þrjú leytið en Vlada vaknaði við hljóð í símanum sínum um sex leytið.

Hún er með snjallforrit sem varar hana við yfirvofandi eldflaugaárásum. Nývöknuð heyrði hún svo skothvelli. „Þetta voru háværir hvellir og augljóslega stutt frá okkur. Ég vissi ekki hvað væri í gangi en skyndilega kom Matan og sagði að við þyrftum að hlaupa. Eldflaugar flugu fyrir ofan okkur og það varð allt brjálað,“ sagði hún í viðtalinu í desember.

Vlada varð vitni að skelfilegum atburðum og sá til dæmis þegar einkennisklæddur maður, sem síðar reyndist vera hryðjuverkamaður, skaut óvopnaðan tónlistargest til bana skammt frá henni.

Greindist með áfallastreituröskun

Vlada segist í viðtalinu í dag hugsa um þá sem voru ekki jafn heppnir og hún. „Það íþyngir mér og ég er enn í áfalli yfir þessum atburðum,“ segir Vlada sem verið hefur í meðferð hjá sálfræðingi eftir það sem hún varð vitni að. Hún segir að það hjálpi henni að tala um atburðina en hún greindist með áfallastreituröskun eftir atburðina og glímir við það sem kallað er eftirsjá eftirlifenda (e. survivors guilt).

Vlada, kærasti hennar og vinkona komust öll lífs af úr árásinni og segir Vlada að það eina sem komst að í huga hennar þennan örlagaríka dag hafi verið að halda sér á lífi fyrir dóttur sína. „Hún verður brátt fjögurra ára gömul og stóran hluta af lífi hennar hefur verið stríðsástand.“

Vlada er búsett í strandborginni Ashdod, suður af Tel Aviv, og hún segir að venjulegir íbúar í Ísrael séu hræddir. Sjálf kveðst hún finna mest til með þeim sem enn eru í haldi Hamasliða á Gasa og aðstandendum þeirra. Talið er að enn séu 120 Ísraelsmenn í haldi og rúmlega 40 hafi verið drepnir.

Vlada segir að fólk þurfi að standa saman og hún segir að „hryðjuverkamennirnir“ megi ekki vinna. Hún segir að hún sé enn í sambandi við fólk sem var með henni á hátíðinni og komst lífs af. „Við erum saman í WhatsApp-hópi og fólk trúir því ekki að ástandið sé eins og það er núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland