fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Stór hluti Atlantshafsins við miðbaug hefur kólnað á methraða – Vísindamenn vita ekki af hverju

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 14:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórt svæði í Atlantshafi við miðbaug hefur kólnað á methraða og vísindamenn vita ekki af hverju. Fáar vísbendingar um ástæðuna liggja fyrir.

Live Science skýrir frá þessu og segir að í sumar hafi stórt svæði við miðbaug kólnað á methraða. Svæðið er nú að hitna á ný en vísindamenn klóra sér í höfðinu yfir kólnuninni og vita ekki hvað olli henni.

Svæðið sem um ræðir teygir sig nokkrar gráður norður og suður fyrir miðbaug. Það myndaðist snemma í júní eftir margra mánaða methita yfirborðssjávar á svæðinu en hann hafði ekki mælst hærri í 40 ár.

Franz Tuchen, nýdoktor við University of Miami í Flórída, sagði í samtali við Live Science að svæðið sé þekkt fyrir að sveiflast frá köldu yfir heitt á nokkurra ára fresti en það hversu hröð kólnunin var í sumar hafi komið mjög á óvart og slíkur hraði hafi ekki sést áður.

„Við erum enn að klóra okkur í höfðinu yfir því sem er að gerast,“ sagði Michael McPhaden, hjá National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA), í samtali við Live Science. Hann sagði einnig að hugsanlega hafi verið um skammvinnan atburð að ræða sem eigi upptök sín í ferlum sem við skiljum ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna elska hundar að sleikja fólk í framan

Þess vegna elska hundar að sleikja fólk í framan
Pressan
Í gær

Thwaites jökullinn á Suðurskautslandinu gæti bráðnað mun fyrr en talið hefur verið – Hefur gríðarlega alvarleg áhrif

Thwaites jökullinn á Suðurskautslandinu gæti bráðnað mun fyrr en talið hefur verið – Hefur gríðarlega alvarleg áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar