En sem betur fer er líkaminn með sitt eigið viðvörunarkerfi sem lætur vita tímanlega ef vökvaskortur hrjáir okkur. Það er mikilvægt að taka mark á þessum aðvörunum því ef það er ekki gert, getur ástandið orðið alvarlegt.
Húðin þornar – Húðin segir ýmislegt um heilsufar okkar. Prófaðu að klípa aðeins í húðina og sjáðu hvort hún verður krumpuð eða sléttir strax úr sér. Ef hún helst krumpuð, þá getur ástæðan verið of lítil vökvaneysla.
Þú færð krampa – Margir halda að krampar séu afleiðing magnesíumskorts. Það er rétt en þeir geta líka verið afleiðing vökvaskorts, þeir hætta þá ekki þótt maður taki magnesíum. Ef þú ert viss um að nú fáir nóg magnesíum, þá er góð hugmynd að auka vökvaneysluna ef þú færð samt sem áður krampa. Þetta á sérstaklega við ef þú stundar mikla hreyfingu eða líkamsrækt.
Þér er alltaf heitt – Vatn hjálpar líkamanum að kæla sig. Of lítill vökvi getur valdið tilfinningu um að þér sé of heitt. Eftir því sem segir á vefnum thrillist.com, þá getur hitatilfinning verið merki um að þú drekkir ekki nóg vatn yfir daginn.
Hægðatregða – Vatn hjálpar meltingarkerfinu að starfa betur. Ef þú drekkur ekki nóg vatn, getur líkaminn ekki starfað eins og hann á að gera þegar þú ferð á klósettið. Það getur því verið erfitt að losa sig við það sem maður þarf nú víst að losa sig við. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að margt annað getur valdið hægðatregðu. Ef þú upplifir hægðatregðu oft, þá gæti verið góð hugmynd að leita til læknis.
Þú finnur til almennrar vanlíðunar og þreytu – Ef þú átt erfitt með svefn, ert oft með höfuðverk eða líður almennt illa, þá getur orsökin verið vatnsskortur. Það er því góð hugmynd að drekka meira vatn. Það er rétt að hafa í huga að það geta einnig verið aðrar ástæður fyrir þessari vanlíðan og þreytu og því getur verið ráðlegt að leita til læknis.