Sérfræðingurinn, Marion Koopmans, átti við fjölda tilfella H5N1 fuglainflúensunnar í kúm í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks hefur einnig sýnt einkenni smits eftir að hafa verið í náinni snertingu við smitaða einstaklinga.
Það sem vekur reiði Koopmans er ekki hafa verið tekin sýni úr fólkinu til að kanna hvort það sé með fuglaflensu.
„Það er algjörlega óskiljanlegt hvernig þetta getur haldið svona áfram. Það er svona sem upphaf heimsfaraldurs getur litið út,“ skrifaði Koopmans sem er prófessor og forstjóri veirufræðideildar Erasmus Medical Center í Rotterdam.
Það er mikilvægt að vita hvort fólk, sem var nálægt fólki sem er með veiruna, sé einnig með hana. Það er mjög mikilvægt að rannsaka það í Bandaríkjunum því frá því í febrúar hafa komið upp margir staðbundnir faraldrar H5N1. Mörg dæmi eru um að starfsfólk kúabúa hafi smitast af H5N1. Það er staða af þessu tagi sem má ekki þróast áfram að mati Koopmans.
Tilfellin í Bandaríkjunum eru þau fyrstu þar sem spendýr, kýr, hafa smitað fólk af H5N1. Þegar slíkt gerist, þá aukast líkurnar á smit geti borist á milli fólks.