Þetta sagði Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, nýlega en það var norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA sem flutti fréttir af þessu.
Sagði einræðisherrann að sögn að bandaríska ríkisstjórnin kyndi undir ófriði í Úkraínu og að hætta sé á að úr verði umfangsmeira stríð í Evrópu.
„Bandaríkin og Vesturlönd ættu ekki að hunsa eða vanmeta alvarlegar aðvaranir Rússa. Eru Bandaríkin og Vesturlönd undir það búin að taka afleiðingunum þegar þau leika sér svo óábyrgt með eldinn gegn Rússlandi sem er kjarnorkuveldi,“ sagði einræðisherrann að sögn.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í síðustu viku að hergögn að verðmæti átta milljarða dollara verði send til Úkraínu á næstunni. Meðal hergagnanna eru flugskeyti sem geta hæft skotmörk í allt að 130 km fjarlægð.
Kim Jong-un sagði það „stór mistök og heimskulegt“ að senda hergögnin til Úkraínu.