Mirror skýrir frá þessu og segir að parið hafi stundað kynlíf á skrifstofu í miðborg Lundúna, í raun fyrir allra augum.
Á upptökunni sést nakin kona ríða karlmanni sem situr í stól. Það sést vel að upptakan er gerð í gegnum glugga, neðan frá götu.
Karlmaðurinn virðist vera upp við tölvuborð undir sterku ljósi. Konan sést hreyfa höfuð sitt fram og aftur og halda um stólbakið.
Ekki er vitað hvenær upptakan var gerð en hún virðist hafa verið gerð að næturlagi. Það eru aðeins konan og karlinn sem sjást á upptökunni.
Upptakan var send til breska götublaðsins Sun.