fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Pressan

Sáu strax í gegnum ævintýralegt morðsamsæri eiginmannsins og au pair stúlkunnar

Pressan
Miðvikudaginn 30. október 2024 22:30

Juliana Peres Magalhães og Brendan Banfield stóðu saman að samsæri um að myrða eiginkonu hans og koma sökinni á annan mann. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá máli manns sem er starfsmaður skattayfirvalda og ungrar konu frá Brasilíu sem starfað hefur sem au pair á heimili mannsins og eiginkonu hans. Brasilíska konan og maðurinn stóðu saman að því að myrða eiginkonuna og koma sökinni á annan mann svo þau gætu tekið saman. Lögreglan sá strax að ekki var allt með felldu og að frásögn þeirra af málinu stæðist ekki. Konan hefur játað aðild sína að málinu en það stefnir í að hún hljóti minniháttar fangelsisdóm.

Í frétt CBS af málinu segir að brasilíska konan og maðurinn sem áður segir er starfsmaður skattayfirvalda hafi orðið ástfangin. Konan heitir Juliana Peres Magalhães og maðurinn Brendan Banfield. Eiginkona Banfield var myrt í febrúar á síðasta ári sem og maðurinn sem Banfield og Magalhães komu sökinni á.

Saksóknarar hafa mælt með því að Magalhães hljóti ekki meiri fangelsisrefsingu en hún hefur þegar afplánað en ætla þó að bíða og sjá hversu samvinnuþýð hún verður við réttarhöldin yfir Banfield.

Banfield og eiginkona hans, Christine Banfield sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild fyrir börn, áttu saman fjögurra ára dóttur. Hún var myrt með mörgum hnífsstungum í hálsinn á heimili hjónanna í Virginíu ríki. Maður var á staðnum en hann hafði verið lokkaður þangað undir því yfirskyni að honum stæði til boða kynlíf. Banfield og Magalhães skutu síðan bæði manninn sem hét Joe Ryan. Sú síðarnefnda hringdi á neyðarlínuna og tilkynnti að þau hefðu skotið mann sem hefði stungið Christine margsinnis.

Trúðu þeim aldrei

Rannsóknarlögreglumenn sem komu á vettvang sáu strax að eitthvað bogið væri við frásögn skötuhjúanna en þurftu tíma til að rannsaka málið og sanna að þau væru að ljúga. Á meðan þeir rannsökuðu málið færði Magalhães sig yfir í hjónaherbergið, deildi hjónarúminu með Banfield og þau birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem ekki fór á milli mála að þau væru par.

Magalhães var loks handtekinn í október á síðasta ári og hefur verið í fangelsi síðan.

Banfield var ekki handtekinn fyrr en nokkru síðar þegar niðurstöður rannsóknar á blóði sem fannst á vettvangi sýndu fram á að hann hefði makað blóði úr sárum eiginkonu sinnar á lík Joe Ryan. Banfield hefur verið ákærður fyrir morðið á Ryan.

Magalhães var einnig ákærð en játaði loks aðild sína að morðinu á Ryan. Hún hafði samþykkt að taka þátt í áætlun Banfield um að myrða konu hans og láta líta út fyrir að þau hefðu síðan bæði skotið morðingjann. Banfield keypti byssu handa henni og fór með hana á skotæfingarsvæði til að kenna henni að skjóta.

Magalhães verður ekki dæmd fyrr en niðurstöður réttarhaldanna yfir Banfield liggja fyrir. Verði hún samvinnuþýð er eins og áður segir vel mögulegt að hún verði látin laus

Til að lokka Ryan á staðinn stofnaði Banfield reikning í nafni eiginkonu sinnar á vefsvæði sem ætlað er fólki með tilteknar kynferðislegar langanir. Banfield þóttist vera konan sín þegar hann spjallaði við Ryan og Magalhães þóttist vera Christine þegar Ryan vildi heyra rödd hennar. Magalhães eer sögð hafa verið efins um að taka þátt en Banfield sagði henni að það væri of seint að hætta við.

Skötuhjúin fóru með dóttur Banfield hjónanna í kjallarann á heimilinu og litla stúlkan var þar á meðan þau frömdu ódæðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta manns létust þegar þrífa átti 150 ára gamlan brunn

Átta manns létust þegar þrífa átti 150 ára gamlan brunn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög