fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Pressan

Kasólétt fjögurra barna móðir lést eftir fall af 9. hæð – Barnið lifði þó af og berst nú fyrir lífi sínu

Pressan
Miðvikudaginn 30. október 2024 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Atkinson var mánuði frá 39 ára afmæli sínu þann 22. október þegar hún féll niður af 9. hæð fjölbýlishúss í Leeds. Hún var þar að auki gengin næstum fulla meðgöngu með sitt fimmta barn. Emma lifði fallið ekki af, en fyrir kraftaverk lifði ófædd dóttir hennar, sem er nú að berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að henni var komið í heiminn að móðurinni látinni.

Ekki liggur fyrir hvers vegna Emma féll, en grunur leikur á að hún hafi opnað glugga á heimili föður síns til að reykja sígarettu. Hún hafi svo hallað sér út um gluggann svo reykurinn færi ekki inn og við það fallið. Það sem meira var þá hafði Emma fengið að vita, tveimur dögum áður en hún lést, að hún væri ekki bara að verða móðir í fimmta sinn, heldur amma í fyrsta sinn en 17 ára dóttir hennar á von á barni.

Fyrst hélt lögregla að Emma hefði tekið eigið líf, en fjölskylda hennar segir það af og frá. Hún hafði fundið hamingjuna á ný með verðandi barnsföður sínum, Michael, sem er dæmdur glæpamaður sem lauk fyrir nokkru afplánun 7 ára fangelsisdóms. Hann hafði þó lofað að segja skilið við glæpabrautina til að verða dóttur sinni góður faðir.

Vinur fjölskyldunnar sagði í samtali við Metro: „Emma átti erfitt líf. Hún átti fjögur börn, það elsta 19 ára og það yngsta bara krakki og var við það að verða móðir enn aftur 38 ára gömul. Michael á sér fortíð en hann hafði undanfarið haldið sig á beinu brautinni og þau voru bæði spennt að eignast dóttur saman. Hún var ekki þunglynd. Hún hafði enga ástæðu til að svipta sig lífi. Hún var spennt fyrir framtíðinni. “

Nágrannar benda á að gluggar í fjölbýlishúsinu hafa öryggisbúnað sem kemur í veg fyrir að glugginn opnist of langt. Það er þó auðvelt að aftengja þann búnað. Eins er glugginn í mittishæð og því ákveðin fallhætta til staðar.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem manneskja hrapar til bana úr Shakespear turninum, leigusalinn þarf að skoða læsinguna á þessum gluggum. Þetta er rosalegur harmleikur, ung kona sem var við það að eignast barn, þetta er óbærilegt og allir íbúar hugsa ú til föður hennar og litlu dótturinnar.“

Til að gera harmleikinn enn átakanlegri þá kom það í hlut föður Emmu að bera kennsl á líkamsleifar hennar eftir fallið, og eftir að ófæddri dóttur hennar var komið í heiminn. Litla stúlkan, sem var aðeins tæp 2 kg að þyngd við fæðingu, hefur fengið nafnið Posie og hún er enn í lífshættu. Hún fékk innri blæðingu við höggið og fótur hennar brotnaði. Hún er þó með meðvitund og hefur fengist til að nærast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus og Baba Vang settu fram sama hrollvekjandi spádóminn fyrir 2025

Nostradamus og Baba Vang settu fram sama hrollvekjandi spádóminn fyrir 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters
Pressan
Fyrir 4 dögum

Loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar var ekki sá eini sinnar tegundar

Loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar var ekki sá eini sinnar tegundar