Forn borg frá tímum Maya hefur verið uppgötvuð, falin djúpt inni í þéttu skóglendi í Campeche í Mexíkó. Borgin, sem kallast Valeriana, fannst með óvenjulegum hætti, eftir leit doktorsnema í fornleifafræði á Google. Vice greinir frá.
Um er að ræða svæði sem hafði lítið verið rannsakað síðustu aldur, en teymi frá háskólanum Tulane kortlagði svæðið með háþróaðri laser-tækni sem kallast Lidar. Lidar-skanninn fann rúmlega 6.764 mannvirki sem áður voru óþekkt, þar með talið pýramída, borgartorg og íþróttavöll. Borgin Valeriana var risastór og er áætlað að á bilinu 30-50 þúsund manns hafi búið þar þegar mest lét í kringum 750-850 e. Kr. Þessi uppgötvun er á skjöni við þær kenningar að Mayar hafi búið í einangruðum þorpum enda virðist Valeriana hafa verið blómlegt þéttbýli.
Doktorsneminn Luke Auld-Thomas fór fyrir teyminu frá Tulane en hann rakst á Valeriana þegar hann var á „eitthvað um 16 síðu niðurstaðna af Google-leit og fann laser-könnun sem var framkvæmd af mexíkönskum umhverfissamtökum.“
Auld-Thomas skoðaði niðurstöður samtakanna og sá það sem þeim hafði yfirsést – Valeriana í allri sinni dýr. Rannsakendur áætla að borgin hafi lagst í eyði fyrir nokkrar ástæður, þar með talið loftslagsbreytinga, offjölgunar og stríð sem fylgdi innrásarliði Spánverja á 16. öld. Þeir meta eins að líklega séu fleiri fornar borgir og mannvirki sem enn eigi eftir að finna á þessu svæði.