fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Sérfræðingur með slæm tíðindi – Nýr heimsfaraldur er óhjákvæmilegur

Pressan
Fimmtudaginn 3. október 2024 03:28

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við verðum að gera ráð fyrir því að heimsfaraldur af þessari stærðargráðu muni skella á aftur.“ Þetta sagði Chris Whitty, sem er einn helsti sérfræðingur Bretlands á sviði læknisfræði, þegar hann lýsti stöðu mála hjá heilbrigðisstarfsfólki þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar herjaði.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að hann hafi sagt að það sé „heimskulegt“ að reikna ekki með að svipuð staða komi upp á nýjan leik.

Hvað varðar lausn á málinu sagði hann það vera að fjölga starfsfólki í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega á gjörgæsludeildum.

„Það er hægt að kaupa rúm, það er hægt að kaupa pláss, það er líka hægt að kaupa súrefni og annað. En grundvallaratriðið er að við höfum þörf fyrir fólk með reynslu. Það er engin leið til að kenna einhverjum þá reynslu sem reyndur gjörgæsluhjúkrunarfræðingur eða reyndur gjörgæslulæknir hefur. Það er einfaldlega ekki hægt,“ sagði hann.

Afleiðingarnar af skorti á starfsfólki á breskum sjúkrahúsum, þegar heimsfaraldurinn reið yfir, voru margvíslegar. Meðal annars þurfti að setja lík í glæra plastpoka því sjúkrahúsin urðu uppiskroppa með líkpoka. Stundum voru lík tekin úr sjúkrarúmi og sett í poka á gólfinu við hliðina um leið og næsta sjúklingi var komið fyrir í rúminu, svo mikill var skorturinn á sjúkrarúmum.

Á einu sjúkrahúsi var álagið á starfsfólkið svo mikið að hjúkrunarfræðingar gripu til þess ráðs að ganga með bleiu því það var ekki tími til að fara á klósettið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við