The Guardian skýrir frá þessu og segir að hann hafi sagt að það sé „heimskulegt“ að reikna ekki með að svipuð staða komi upp á nýjan leik.
Hvað varðar lausn á málinu sagði hann það vera að fjölga starfsfólki í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega á gjörgæsludeildum.
„Það er hægt að kaupa rúm, það er hægt að kaupa pláss, það er líka hægt að kaupa súrefni og annað. En grundvallaratriðið er að við höfum þörf fyrir fólk með reynslu. Það er engin leið til að kenna einhverjum þá reynslu sem reyndur gjörgæsluhjúkrunarfræðingur eða reyndur gjörgæslulæknir hefur. Það er einfaldlega ekki hægt,“ sagði hann.
Afleiðingarnar af skorti á starfsfólki á breskum sjúkrahúsum, þegar heimsfaraldurinn reið yfir, voru margvíslegar. Meðal annars þurfti að setja lík í glæra plastpoka því sjúkrahúsin urðu uppiskroppa með líkpoka. Stundum voru lík tekin úr sjúkrarúmi og sett í poka á gólfinu við hliðina um leið og næsta sjúklingi var komið fyrir í rúminu, svo mikill var skorturinn á sjúkrarúmum.
Á einu sjúkrahúsi var álagið á starfsfólkið svo mikið að hjúkrunarfræðingar gripu til þess ráðs að ganga með bleiu því það var ekki tími til að fara á klósettið.