Um bréf er að ræða og var það í flösku.
Það gerir þetta enn skemmtilegra að um bréf frá fornleifafræðingi er að ræða en hann var einmitt við störf á þessum sama stað og nemarnir eru nú við störf á að sögn UPI fréttastofunnar.
„Við vissum að hér fór fornleifauppgröftur fram áður fyrr. En að finna 200 ára gömul skilaboð kom mjög á óvart,“ sagði Guillaume Blondel, sem stýrir uppgreftrinum.
Í bréfinu stendur einfaldlega að fornleifafræðingurinn P.J. Féret hafi verið við uppgröft í Eu 1825.