fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Pressan

13 ára stúlka stakk 7 ára systur sína til bana út af miða sem sagði henni að sturta niður – „Þetta er versta mál sem ég hef komið nálægt“

Pressan
Fimmtudaginn 3. október 2024 17:30

Mynd/Heimasíða Taylor-bæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegt mál hefur vakið gífurlegan óhug í bænum Taylor í Michigan, Bandaríkjunum. Þar er 13 ára stúlka sökuð um að hafa banað 7 ára systur sinni um helgina.

Stúlkan hefur verið ákærð fyrir morð af yfirlögðu ráði, manndráp og alvarlegt ofbeldi gegn barni.

Lögreglumenn voru kallaðir að heimili stúlknanna skömmu eftir hádegi og fundu þar 7 ára stúlku sem var við dauðans dyr eftir ítrekaðar stungur. Hún lést í kjölfarið á sjúkrahúsi.

Að sögn saksóknara höfðu foreldrar stúlknanna brugðið sér út og fengið unglingsstúlkuna til að gæta yngri systur sinnar. 7 ára stúlkan hafði fest upp miða á salerninu til að minna fjölskyldu sína á að sturta niður eftir klósettferðir. Eldri systir hennar reif miðann niður og þannig hófst rifrildi sem svo barst inn í eldhús þar sem systurnar tókust á yfir miðanum. Sú yngri sparkaði þá niður ruslatunnu og fór inn í stofu og sú eldri fór inn í herbergið sitt. Hálftíma síðar kom sú eldri aftur fram og réðst á systur sína inni á baðherberginu.

Rannsóknarlögreglumaður sagði aðkomuna þá verstu á ferli hans. „Þetta er versta mál sem ég hef komið nálægt og ég reikna með að þetta sé eitt versta mál sem hefur komið upp í sögu lögreglunnar í Taylor. Þetta er hryllilegt og þetta er mikið áfall.“

Eldri stúkan beitti tveimur hnífum í árásinni. Fyrst kjöthníf sem hún fann í eldhúsinu, en fannst sá hnífur ekki virka nægilega vel og þá fór hún inn í þvottahús og náði í hníf sem móðir hennar geymdi þar til að geta beitt í sjálfsvörn. Sá var mun stærri. Alls stakk hún litlu systur sína um 10 sinnum. Svo hringdi hún í stjúpföður sinn, og næst í neyðarlínuna. Hún beið svo inni á baðherbergi með systur sinni þar til viðbragðsaðilar mættu á svæðið.

„Hún var með hrottalega áverka. Ólýsanlega,“ sagði lögreglustjórinn. „Ég skil ekki hvernig svona getur gerst.“ Lögreglustjórinn bætti við að systurnar hefðu áður átt í eðlilegum samskiptum þó þær hafi stundum rifist eins og systkini gera venjulega. „Það var ekkert í fari hennar sem gaf foreldrunum ástæðu til að halda að eitthvað svona gæti gerst.“

„Það er enginn vafi á því að staðreyndir málsins eru hrottalegar. Það er ólýsanlegur óhugnaður að meintur gerandi, sem ber ábyrgð á andláti sjö ára systur sinnar, er aðeins 13 ára gamall,“ sagði saksóknari í yfirlýsingu.

Til greina kom að ákæra stúlkuna sem fullorðinn einstakling. Slíkt myndi gera dómara kleyft að horfa alfarið eða að hluta framhjá aldri stúlkunnar við ákvörðun refsingar og þar með dæma hana til fangelsisvistar. Sú ákvörðun var þó tekin að ákæra hana sem ungmenni. Það þýðir að aðeins er hægt að halda stúlkunni í viðeigandi úrræði þar til hún verður 21 árs.

„Ríkið hefði þá sjö ár til að greina, meðhöndla og endurhæfa hana þar til henni verður sleppt við 21 árs aldur. Vonandi mun þá ekki stafa hætta af henni lengur. Þetta er þung ákvörðun í ljósi aðstæðna, en þetta er þó rétt ákvörðun í þessu tilfelli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti: Íranir sagðir undirbúa árás á Ísrael

Allt á suðupunkti: Íranir sagðir undirbúa árás á Ísrael
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bræðurnir voru dæmdir fyrir hrottafengið morð – Nú er komið í ljós að þeir voru saklausir allan tímann

Bræðurnir voru dæmdir fyrir hrottafengið morð – Nú er komið í ljós að þeir voru saklausir allan tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tedrykkja getur lengt lífið

Tedrykkja getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þekkir þú klukkan 15 regluna? Læknir útskýrir hvers vegna þú ættir að íhuga að fylgja henni

Þekkir þú klukkan 15 regluna? Læknir útskýrir hvers vegna þú ættir að íhuga að fylgja henni