En eitthvað fór úrskeiðis í þessu eftirlit því heilbrigðisstarfsfólki yfirsást að hún hneig niður í herberginu sínu þann 19. júní síðastliðinn. Hún lá deyjandi á gólfinu í rúma klukkustund því starfsfólkið hélt að hún væri sofandi.
Metro segir að þetta hafi komið fram í síðustu viku þegar málið var tekið fyrir hjá dánardómsstjóra. Fram kom að líklega hafi Shannara tekið eigið líf.
Hún hafði áður kært kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir, hún glímdi við áfengismisnotkun og stundum heyrði hún raddir í höfði sér.
Móðir hennar sagði að Shannara hafi átt mjög erfitt þegar sóttvarnaraðgerðir voru í gildi á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að nýlega hafi þrír nánir ættingjar hennar látist.
Það kom einnig fram hjá dánardómsstjóranum að í sjúkraskýrslum hennar hafi komið fram að ekki ætti að leggja hana inn á Chase Farm sjúkrahúsið vegna fyrri atburða þar. En samt sem áður var hún lögð þar inn.