Læknirinn Rena Malik sagði nýlega í hlaðvarpinu „Diary of a CEO“ að það séu kannski góð tíðindi fyrir marga karla, þó væntanlega aðeins framtíðarkynslóðirnar, að á síðustu áratugum hafi getnaðarlimir stækkað.
„Á síðustu 50 árum höfum við séð að getnaðarlimir karla hafa stækkað. Talið er að ástæðan sé að kynþroskinn byrjar fyrr og að drengir verði fyrir áhrifum ýmissa þátta sem geri að verkum að kynþroskaskeiðið hefst fyrr. Þannig fá þeir meira testósterón og getnaðarlimurinn verður stærri,“ sagði hún.
Hún sagði að það sé kannski vandamál í þessu samhengi að ekki sé að sjá að samsvarandi breyting sé að eiga sér stað á kynfærum kvenna. „Dýpt“ konu virðist vera 7-8 cm þegar hún er ekki kynferðislega örvuð en þegar hún er örvuð er „dýptin“ 12 til 15 cm. Þetta passar vel við meðallengd getnaðarlima.
Hún sagði einnig að rannsóknir á notkun kynlífsleiktækja bendi til að konum líði almennt best með leiktæki sem eru á stærð við meðalstærð getnaðarlims.