fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Pressan

Kínverjar heita gagnaðgerðum

Pressan
Þriðjudaginn 29. október 2024 06:30

Kínverskir hermenn en Kínverjar eru ágengir við Taívan þessi misserin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar heita því að grípa til mótaðgerða til að tryggja sjálfstæði sitt, öryggi og yfirráð yfir kínversku landsvæði í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjanna um að selja Taívönum vopn og vopnakerfi fyrir tvo milljarða dollara.

Í tilkynningu frá kínverskum yfirvöldum fordæma þau þessi vopnaviðskipti og hafa gert bandarískum stjórnvöldum grein fyrir afstöðu sinni. Þau segjast ætla að grípa til ákveðinna mótaðgerða vegna þessa  og grípa til nauðsynlegra aðgerða til að verja sjálfstæði Kína, tryggja öryggi landsins og yfirráð yfir kínversku landsvæði.

Kínverska kommúnistastjórnin lítur á Taívan, sem er lýðræðisríki, sem hluta af Kína og hefur haft í hótunum um að leggja eyríkið undir sig með hervaldi ef þörf krefur.

Í umræddum vopnapakka eru meðal annars háþróuð loftvarnarkerfi, flugskeyti og ratsjárkerfi.

Kínverjar hafa aukið hernaðarleg umsvif sín við Taívan mjög á síðustu fimm árum en mikil spenna er á milli ríkjanna þessi misserin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus og Baba Vang settu fram sama hrollvekjandi spádóminn fyrir 2025

Nostradamus og Baba Vang settu fram sama hrollvekjandi spádóminn fyrir 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar var ekki sá eini sinnar tegundar

Loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar var ekki sá eini sinnar tegundar