Breska sjóslysarannsóknarnefndin (MAIB) hefur nú skilað skýrslu sinni um atvikið.
Skipið var á leið til Bretlands þegar skall á með vitlausu veðri og náði ölduhæðin um tíu metrum. Um tíma slokknaði á drifkerfi skipsins sem varð til þess að skipstjórnendur áttu erfitt með að hafa stjórn á því og hallaði það umtalsvert í ölduganginum.
Í skipinu voru 943 farþegar og 503 áhafnarmeðlimir og slösuðust sem fyrr segir yfir hundrað manns. Áttu voru fluttir á sjúkrahús þegar skipið kom til hafnar og lést einn af sárum sínum nokkrum dögum síðar.
Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að ýmis atriði séu enn til skoðunar í málinu, til dæmis hvað varð til þess að skipið missti drifkerfið, hversu vel útbúið skipið var til að takast á við ofsaveður og hvernig staðið var að bráðaþjónustu um borð fyrir þá sem slösuðust mest.
Richard Reynolds, farþegi um borð tók meðfylgjandi mynd, en hann sagði við Daily Mail eftir atvikið að fólk hafi óttast um líf sitt. Hann var í skipinu ásamt eiginkonu sinni og öldruðum foreldrum og var móðir hans í hópi þeirra sem slösuðust þegar hún datt illa í hamaganginum.