Þau hafa bæði spáð fyrir um að geimverur muni setja sig í samband við mannkynið, að reynt verði að ráða Vladímír Pútín af dögum, hryðjuverk í Evrópu og að Karl, þáverandi prins af Wales, myndi ná að taka við konungdómi.
Nú beina margir sjónum sínum að spádómum þeirra fyrir næsta ár enda stutt í það. Bæði eru þau sögð hafa spáð því að stríð verði í Evrópu á næsta ári. Baba Vang, sem er stundum sögð vera „Nostradamus Balkanskaga“ er sögð hafa spáð því að stríð verði í Evrópu á næsta ári og muni það „eyða“ íbúum álfunnar.
Það er nú þegar stríð í Evrópu því Rússar og Úkraínumenn takast enn á en Baba Vang er sögð hafa spáð að stríð hefjist á milli tveggja annarra ríkja.
Nostradamus er sagður hafa spáð því að „Evrópuríki“ muni taka þátt í „grimmdarlegum stríðum“.