fbpx
Miðvikudagur 30.október 2024
Pressan

Níðingur bjó til kynferðislegar myndir af börnum með gervigreind – Fékk þungan dóm í tímamótamáli

Pressan
Mánudaginn 28. október 2024 13:30

Hugh Nelson var dæmdur í átján ára fangelsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur karlmaður sem bjó til grófar kynferðislegar myndir af alvöru börnum með aðstoð gervigreindarforrits hefur verið dæmdur í átján ára fangelsi.

Þetta er fyrsti dómur sem fellur í máli af þessu tagi í Bretlandi en lögregla telur að holskefla fleiri slíkra mála muni rata fyrir dóm á næstu misserum.

Sky News greindi frá dómnum í morgun. Maðurinn sem var dæmdur heitir Hugh Nelson og er 27 ára.

Í frétt Sky News kemur fram að hann hafi búið til mörg þúsund myndir sem hann seldi svo til annarra níðinga í gegnum spjallhóp á netinu.

Fóru brotin oftar en ekki þannig fram að einstaklingar sendu Nelson hefðbundnar myndir af börnum, sem þeir oftar en ekki þekktu, og fengu hann til að útbúa kynferðislegar myndir af þeim með gervigreindarforriti.

Er talið að Nelson hafi þénað hátt í eina milljón króna á eins og hálfs árs tímabili. Þá kom fram fyrir dómi að hann hafi hvatt „viðskiptavini“ sína til að brjóta kynferðislega gegn þeim börnum sem þeir sendu honum myndir af.

Fram kom í yfirheyrslum yfir níðingnum hjá lögreglu að þeir sem lögðu inn pantanir hjá honum hafi oftar en ekki verið feður, frændur eða fjölskylduvinir umræddra barna. Komu kaupendurnir oftast frá ríkjum eins og Frakklandi, Ítalíu og Bandaríkjunum.

Jeanette Smith, saksóknari hjá Saksóknaraembætti bresku krúnunnar, segir að níðingar hafi áður verið sendir í fangelsi fyrir að útbúa kynferðislegar myndir af börnum með aðstoð gervigreindarforrita. Þetta sé hins vegar fyrsta málið þar sem hægt er að tengja myndirnar við alvöru börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk sagður hafa starfað ólöglega í Bandaríkjunum á yngri árum

Elon Musk sagður hafa starfað ólöglega í Bandaríkjunum á yngri árum
Pressan
Í gær

Segir að ákveðinn líkamshluti sýni hversu stór getnaðarlimurinn er – Það eru ekki fæturnir

Segir að ákveðinn líkamshluti sýni hversu stór getnaðarlimurinn er – Það eru ekki fæturnir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sólarhringurinn var eitt sinn tveimur klukkustundum lengri – Það gæti hafa valdið merkum atburði

Sólarhringurinn var eitt sinn tveimur klukkustundum lengri – Það gæti hafa valdið merkum atburði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvaða áhrif hefur það að halda prumpi í sér?

Hvaða áhrif hefur það að halda prumpi í sér?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hraðasta hleðslutæki heims hleður farsíma að fullu á tæpum 5 mínútum

Hraðasta hleðslutæki heims hleður farsíma að fullu á tæpum 5 mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna