The Washington Post skýrir frá þessu og segir að Musk hafi komið til bæjarins Palo Alto í Kaliforníu 1995. Þar ætlaði hann að stunda nám við Stanford háskólann.
Hann skráði sig þó aldrei í þau námskeið, sem hann átti að taka. Þess í stað stofnaði hann frumkvöðlafyrirtækið Zip2 sem sinnti hugbúnaðargerð.
Fyrirtækið var selt 1999 fyrir um 300 milljónir dollara.
Tveir sérfræðingar í bandarísku útlendingalöggjöfinni sögðu í samtali við The Washington Post að ef vinna Musk hjá fyrirtækinu hefði átt að vera lögleg, þá hefði hann þurft að vera í fullu námi samhliða.