fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Sólarhringurinn var eitt sinn tveimur klukkustundum lengri – Það gæti hafa valdið merkum atburði

Pressan
Sunnudaginn 27. október 2024 16:30

26 klukkustunda sólarhringur var eitt sinn staðreynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólarhringurinn var áður fyrr rúmlega tveimur klukkustundum lengri en hann er núna. Ástæðan er að tunglið var mörg þúsund kílómetrum fjær jörðinni en nú.

Þetta þýddi að sólar naut lengur en nú er og það gæti hafa valdið atburðum þar sem flókið líf fór að blómstra af krafti. Lengd dagsins getur haft áhrif á dreifingu sólarorku og hitastig og þannig haft áhrif á veðurkerfi og atburði í andrúmsloftinu að því er segir í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu PNAS.

Tunglið er nú á braut um jörðina í 384.400 km fjarlægð að meðaltali en það hefur ekki alltaf verið á þessari braut. Samkvæmt því sem kemur fram í nýju rannsókninni þá var meðalfjarlægð þess frá jörðu 20.000 km meiri fyrir 700 til 200 milljónum ára síðan.

Á þessu tímabili, nánar tiltekið fyrir 650 til 280 milljónum ára síðan, varð sannkölluð sprenging  hvað varðar þróun lífs og nýrra tegunda.

Í rannsókninni kemur fram að lengd sólarhringsins, og þar með meira sólskin, geti hafi valdið því að lífið þróaðist á annan hátt en áður og að fleiri tegundir hafi orðið til. Höfundar rannsóknarinnar segja að það þurfi þó að túlka þessa niðurstöðu „af varkárni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál