Þetta þýddi að sólar naut lengur en nú er og það gæti hafa valdið atburðum þar sem flókið líf fór að blómstra af krafti. Lengd dagsins getur haft áhrif á dreifingu sólarorku og hitastig og þannig haft áhrif á veðurkerfi og atburði í andrúmsloftinu að því er segir í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu PNAS.
Tunglið er nú á braut um jörðina í 384.400 km fjarlægð að meðaltali en það hefur ekki alltaf verið á þessari braut. Samkvæmt því sem kemur fram í nýju rannsókninni þá var meðalfjarlægð þess frá jörðu 20.000 km meiri fyrir 700 til 200 milljónum ára síðan.
Á þessu tímabili, nánar tiltekið fyrir 650 til 280 milljónum ára síðan, varð sannkölluð sprenging hvað varðar þróun lífs og nýrra tegunda.
Í rannsókninni kemur fram að lengd sólarhringsins, og þar með meira sólskin, geti hafi valdið því að lífið þróaðist á annan hátt en áður og að fleiri tegundir hafi orðið til. Höfundar rannsóknarinnar segja að það þurfi þó að túlka þessa niðurstöðu „af varkárni“.