fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar var ekki sá eini sinnar tegundar

Pressan
Sunnudaginn 27. október 2024 11:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastóri loftsteinninn, sem skall á jörðinni fyrir 66 milljónum ára og gerði út af við risaeðlurnar, var ekki eini stóri loftsteinninn sem skall á jörðinni á þessum tíma.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature. BBC skýrir frá þessu og segir að annar loftsteinn, aðeins minni, hafi skollið á jörðinni á svipuðum tíma. Hann lenti við strönd Vestur-Afríku og myndaði stóran gíg.

Sjávarjarðfræðingurinn Uisdean Nicholson, hjá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg, uppgötvaði gíginn fyrir tveimur árum. Þá lá ekki ljóst fyrir hversu stór loftsteinn hafði skollið niður.

Vísindamenn notuðu sérstakar þrívíddarmyndir til að rannsaka gíginn sem er á um 300 metra dýpi.

Í samtali við The Guardian sagði Nicholson að vitað sé um 20 gíga í höfum víða um heim en enginn hafi verið myndaður í jafn miklum smáatriðum og þessi.

Talið er að loftsteinninn hafi skollið á jörðinni fyrir 65 til 67 milljónum árum síðan og hafi þá myndast að minnsta kosti 800 metra há flóðbylgja í Atlantshafinu.

Ekki er ljóst hvort þessi loftsteinn skall á jörðinni á undan eða eftir þeim sem gerði út af við risaeðlurnar.

Gígurinn, sem fjallað er um í rannsókninni, er um 8 km í þvermál. Talið er að loftsteinninnhafi verið um 400 metra breiður og hafi hraði hans verið um 72.400 km/klst þegar hann skall á jörðinni.

Til samanburðar má nefna að gígurinn, sem loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar, myndaði er 161 km í þvermál. Hann er á Yucatán-skaganum í Mexíkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli
Pressan
Í gær

Áttu gamla lottómiða heima? Það gæti verið ráð að skoða þá

Áttu gamla lottómiða heima? Það gæti verið ráð að skoða þá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að ráðast á sofandi samnemendur sína og kennara með hamri

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að ráðast á sofandi samnemendur sína og kennara með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrirsæta segir að lýtalæknir hafa gert hana að kynlífsþræl – Óþekkjanleg eftir ofbeldið

Fyrirsæta segir að lýtalæknir hafa gert hana að kynlífsþræl – Óþekkjanleg eftir ofbeldið