fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?

Pressan
Sunnudaginn 27. október 2024 22:00

Ted Bundy og Carol-Ann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carole-Ann Boone er ein af dularfyllstu manneskjunum í lífi Ted Bundy sem var alræmdur raðmorðingi sem varð að minnsta kosti 30 konum að bana. Það var misheppnuð tilraun Ted Bundy til að nema unga konu á brott sem varð honum að falli og sakbending í framhaldinu markaði endinn á hræðilegum ofbeldisverkum hans.

Þegar hann var fyrir dómi bar kona að nafni Carole-Ann Boone vitni. Þegar hún sat í vitnastúkunni í Flórída bar Bundy upp bónorð sem hún tók. Gloppa í lögum Flórídaríkis gerði það að verkum að bónorðið og samþykkt þess jafngilti hjónabandi þrátt fyrir að margir hafi neitað að sætta sig við það.

Mál Ted Bundy hefur vakið athygli á nýjan leik undanfarið eftir að Netflix hóf sýningar á heimildamyndinn The Ted Bundy Tapes. Carole-Ann kemur þar við sögu enda erfitt að sneiða hjá henni þar sem þau voru gift. Því hefur verið velt upp hvort hún hafi aðstoðað Bundy við að flýja úr fangelsi en honum tókst tvisvar að flýja og halda morðæði sínu áfram á meðan hann gekk laus.

Þegar ákæra á hendur Bundy fyrir að hafa myrt hina 12 ára gömlu Kimberly Leach var tekin fyrir árið 1980 var Carol-Ann eina vitnið sem vitnaði Bundy í hag en hann varði sig sjálfur í þeim réttarhöldum. Þá hafði Bundy verið dæmdur til dauða fyrir Chi Omega morðin. Þau framdi hann í janúar 1978 þegar hann myrti Margaret Bowman og Lisa Levy.

Þrátt fyrir þetta varði Carol-Ann hann og bar honum góða sögu. Hún sagði kviðdómi að hún hefði aldrei séð neitt í fari Bundy sem benti til hvatar til að vinna öðrum mein.

„Hann er stór hluti af lífi mínu. Hann er mér mikilvægur.“

Sagði hún.

En eitthvað virðist ánægja Carol-Ann með Bundy hafa dvínað með tímanum því 1986 skildi hún við hann en þá höfðu þau eignast dóttur. Eftir skilnaðinn lét hún sig hverfa með stúlkuna og hóf nýtt líf og vildi ekki tengja sig á neinn hátt við Bundy og hræðilega glæpi hans. Engar upplýsingar liggja opinberlega fyrir um hvar þær mæðgur eru enda vilja þær ekki að nein athygli beinist að þeim og lái þeim hver sem vill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?