fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Gerðu nýja og óvænta uppgötvun um mannætuljón

Pressan
Sunnudaginn 27. október 2024 20:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons/Benh LIEU SONG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mannæturnar frá Tsavo“ herjuðu á menn, sem störfuðu við lagningu járnbrautarteina, þar sem nú er Kenía fyrir rúmlega 125 árum. Nú hafa vísindamenn gert nýja og óvænta uppgötvun um þessar mannætur sem voru ljón.

Þrátt fyrir að rúmlega 125 ár séu síðan þetta gerðist, þá fer enn hrollur um Keníabúa þegar þeir heyra sögurnar. Það er kannski skiljanlegt þegar maður les lýsingar John Henry Patterson, yfirlautinants í breska hernum, á þessu: „Bein, kjöt, húð og blóð. Þau átu allt og skildu engin ummerki eftir sig.“

Það voru tvö ljón, sem voru kölluð „Mannæturnar frá Tsvao“, sem herjuðu á starfsmenn við járnbrautarlagningu árið 1898.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Current Biology, kemur fram að vísindamenn hafi rannsakað tennur ljónanna og geti því sagt til um hvað þau borðuðu.

Ljónin hafa verið til sýnis á Fields Museum í Chicago í Bandaríkjunum síðan 1925.

Sagan um mannætuljónin hefur verið innblástur margra bóka og kvikmynda  og enn er rætt um hversu marga ljónin drápu. Sumir segja að þau hafi drepið að minnsta kosti 28 mans en aðrir segja 35 og síðan eru enn aðrir sem segja þau hafa drepið mörg hundruð manns.

Allt hófst þetta þegar Bretar ákváðu að leggja járnbrautarteina frá Mombasa í Kenía til Úganda. Fyrrnefndur John Henry Patterson stýrði verkinu.

Árásir ljónanna eru sagðar hafa hafist í mars. Í fyrstu leið langt á milli þeirra en síðan fór þeim að fjölga. Því var farið að kveikja bál og koma upp girðingum til að halda ljónunum fjarri. En það gerði lítið gagn.

Árásirnar héldu áfram svo mánuðum skipti en skyndilega hættu þær og ekkert gerðist í sex mánuði.

Það er einmitt þetta sex mánaða hlé sem nýja rannsóknin getur hugsanlega skýrt.

Vísindamennirnir rannsökuðu hár sem fundust í tönnum ljónanna og leiddi sú rannsókn í ljós að í þeim var DNA úr mörgum mismunandi dýrategundum, þar á meðal gíröffum, sebrahestum og antilópum. En það fundust einnig hár úr gnýjum og það kom vísindamönnunum mjög á óvart vegna þess að venjulega eru engir Gnýir í Tsavo þjóðgarðinum. Ástæðan er að lítið graslendi er þar en gnýir þrífast besti á graslendi. Telja vísindamenn að þetta geti verið ástæðan fyrir að ljónin yfirgáfu járnbrautarlagninguna í um hálft ár.

Þau sneru síðan aftur og virðast hafa verið hungraðri en nokkru sinni áður. Margir voru svo hræddir við þau að þeir flúðu á brott og að lokum varð að hætta framkvæmdunum vegna skorts á vinnuafli.

Patterson varð því að beina sjónum sínum að ljónunum og reyna að fella þau. Það tókst honum í desember, níu mánuðum eftir að ljónin byrjuðu mannaveiðarnar. Hann seldi síðan Field Museum ljónin og þar eru þau enn þann dag í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli
Pressan
Í gær

Áttu gamla lottómiða heima? Það gæti verið ráð að skoða þá

Áttu gamla lottómiða heima? Það gæti verið ráð að skoða þá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að ráðast á sofandi samnemendur sína og kennara með hamri

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að ráðast á sofandi samnemendur sína og kennara með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrirsæta segir að lýtalæknir hafa gert hana að kynlífsþræl – Óþekkjanleg eftir ofbeldið

Fyrirsæta segir að lýtalæknir hafa gert hana að kynlífsþræl – Óþekkjanleg eftir ofbeldið