fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars

Pressan
Laugardaginn 26. október 2024 17:00

Dekkið er illa farið. Mynd:NASA/MAHLI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir, sem voru teknar með myndavélum Marsbílsins Curiosity, sýna mörg stór göt á einu dekki hans. En skemmdirnar virðast ekki hægja neitt á ferð bílsins.

Live Science skýrir frá þessu og bendir á að myndirnar sýni hvaða toll það tekur að aka um yfirborð Mars í 12 ár.

Curiosity lenti á Mars þann 5. ágúst 2012 og var reiknað með að bíllinn yrði nothæfur í eitt til tvö ár. En það er svo sannarlega hægt að segja að hann hafi gert gott betur en það því hann hefur nú verið á ferðinni í 12 ár. Á þessum árum hefur hann lagt 32 kílómetra að baki og hefur eingöngu haldið sig í Gale gígnum þar sem hann lenti.

Vísindamenn hafa notað bílinn til að rannsaka skýin á Mars, leitað að ummerkjum um líf og fylgst með fjarhlið sólarinnar. Bíllinn hefur séð margt skrýtið á Mars, þar á meðal stein sem líkist bók, steinblóm, Star Trek merki og dularfullar „geimdyr“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinn „Lifandi Nostradamus“ með hrollvekjandi spá fyrir 2025

Hinn „Lifandi Nostradamus“ með hrollvekjandi spá fyrir 2025
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana