fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn

Pressan
Föstudaginn 25. október 2024 07:30

Amazon breytir reglunum um heimavinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef starfsfólkinu líkar ekki stefna netrisans Amazon varðandi heimavinnu, þá getur það bara hætt að vinna hjá fyrirtækinu. Þetta segir Matt Garman, sem er forstjóri netþjónustudeildar fyrirtækisins.

Hann lét þessi ummæli falla í tengslum við umræðu um að starfsfólkið sé ekki ánægt með þá stefnu fyrirtækisins að það skuli mæta á skrifstofuna fimm daga í viku.

Reuters segir að á fundi innan fyrirtækisins hafi Garman sagt að starfsfólk, sem sættir sig ekki við þessa reglu, geti bara leitað sér að nýrri vinnu.

Hann er einnig sagður hafa sagt að 9 af hverjum 10 starfsmönnum, sem hann hafi rætt við, hafi lýst yfir stuðningi við þessa stefnu sem tekur gildi í byrjun næsta árs og nær til alls skrifstofufólks.

„Ef það er fólk, sem vinnur ekki vel í þessu umhverfi og vill það ekki, þá er það í lagi, það eru önnur fyrirtæki til,“ sagði hann og bætti við að hann væri ekki að meina þetta á slæman hátt. Amazon vilji hafa starfsumhverfi þar sem fólk vinni saman og þegar fyrirtækið vilji vinna að þróun nýrra vara, þá hafi hann ekki séð að það gangi þegar fólk er ekki til staðar á skrifstofunni.

Amazon er með eina og hálfa milljón starfsmanna um allan heim, fólk í hlutastarfi er talið með í þessari tölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Móðir gaf aldrei upp vonina eftir að sonur hennar hvarf í þjóðgarði – Síðan gerðist kraftaverkið

Móðir gaf aldrei upp vonina eftir að sonur hennar hvarf í þjóðgarði – Síðan gerðist kraftaverkið
Pressan
Í gær

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Betra er seint en aldrei – Bók skilað eftir 113 ár

Betra er seint en aldrei – Bók skilað eftir 113 ár