Metro segir að Ella og vinum hennar hafi að lokum tekist að sleppa frá Taylor sem var haldið föstum af öðrum farþegum þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hann.
Ella hlaut alvarlega áverka. Vör hennar og vinstri nösin voru illa farin og hægri hlið vararinnar var klofin í tvennt.
Hún gekkst undir bráðaaðgerð vegna áverkanna.
Í sumar var Taylor dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi.
Metro hefur eftir Ella að sársaukinn, sem hún fann til þegar Taylor beit hana, sé eitthvað sem hún muni aldrei gleyma. Taylor hafi verið eins og hundur með leikfang, hafi í sífellu fært höfuðið til hliðar.
„Þegar ég sá andlit mitt í fyrsta sinn eftir árásina, þá þekkti ég ekki spegilmynd mína og ég gat ekki horft í spegil í marga mánuði eftir þetta,“ sagði hún.