Stúlkan hét Gursimran Kaur og hafði flutt með móður sinni frá Indlandi til Kanada fyrir tveimur árum síðan. Mæðgurnar unnu svo saman í Walmart. Nú er hafin söfnun á GoFundMe til að styðja fjölskylduna í gegnum þennan harmleik en það var móðir Gursimran sem kom að henni látinni. Hún fór að leita að dóttur sinni eftir að ekki hafði sést til hennar í um klukkustund.
Upptaka af símtali til neyðarlínunnar hefur nú verið opinberuð. Þar var viðbragðsaðilum tilkynnt að kona væri læst inni í ofni verslunarinnar og engin leið væri að slökkva á ofninum. Gripu starfsmenn loks á það ráð að taka rafmagnið af ofninum og tókst þá að koma Gusimran út en það var um seinan. Gursimran var úrskurðuð látin á vettvangi.
Samkvæmt GoFundMe síðunni er móðir stúlkunnar í molum enda varla hægt að ímynda sér sorgina sem fylgir því að koma að dóttur sinni látinni í aðstæðum sem þessum.