Dr Jamie Lopez Bernal, farsóttafræðingur hjá UKHSA, sagði í samtali við Sky News út frá fyrirliggjandi upplýsingum um afbrigðið, þá sé engin ástæða til að hafa meiri áhyggjur af því en öðrum afbrigðum en bresk heilbrigðisyfirvöld fylgist samt sem áður náið með því.
XEC er eins og svo mörg önnur afbrigði veirunnar, hluti af Ómíkronfjölskyldunni.
Afbrigðið uppgötvaðist í maí að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem segir að afbrigðið sé samsuða KS.1.1 og KP.3.3. Þessi afbrigði skiptust á erfðafræðiupplýsingum og úr varð þriðja afbrigðið, XEC.
WHO sagði nýlega að XEC væri annað af tveimur afbrigðum sem sótt í sig veðrið á heimsvísu frá miðjum ágúst fram í miðjan september en valdi þó aðeins litlum hluta smita. KP.3.3 olli tæplega helmingi allra smita á þessu tímabili.
Hvað varðar einkenni smits af völdum XEC, þá hefur engin heilbrigðisstofnun gefið út að einhver ákveðin einkenni tengist afbrigðinu sérstaklega. Eru sjúkdómseinkenni af þess völdum sögð líkjast einkennum af völdum annarra afbrigða veirunnar:
Hár hiti
Stöðugur hósti
Breytingar eða missir lyktar- og/eða bragðskyns
Sjúklingurinn verður andstuttur
Þreyta eða örmögnun
Verkir um allan líkamann
Höfuðverkur
Hálsbólga
Stíflað nef