fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Er XEC-afbrigði kórónuveirunnar frábrugðið hinum afbrigðunum?

Pressan
Föstudaginn 25. október 2024 03:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt nýjasta afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, hefur fengið nafnið XEC. Sumir sérfræðingar telja að þetta afbrigði verði hið ráðandi afbrigði í vetur. En er það eitthvað frábrugðið öðrum afbrigðum veirunnar og er það hættulegra?

Dr Jamie Lopez Bernal, farsóttafræðingur hjá UKHSA, sagði í samtali við Sky News út frá fyrirliggjandi upplýsingum um afbrigðið, þá sé engin ástæða til að hafa meiri áhyggjur af því en öðrum afbrigðum en bresk heilbrigðisyfirvöld fylgist samt sem áður náið með því.

XEC er eins og svo mörg önnur afbrigði veirunnar, hluti af Ómíkronfjölskyldunni.

Afbrigðið uppgötvaðist í maí að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem segir að afbrigðið sé samsuða KS.1.1 og KP.3.3. Þessi afbrigði  skiptust á erfðafræðiupplýsingum og úr varð þriðja afbrigðið, XEC.

WHO sagði nýlega að XEC væri annað af tveimur afbrigðum sem sótt í sig veðrið á heimsvísu frá miðjum ágúst fram í miðjan september en valdi þó aðeins litlum hluta smita. KP.3.3 olli tæplega helmingi allra smita á þessu tímabili.

Hvað varðar einkenni smits af völdum XEC, þá hefur engin heilbrigðisstofnun gefið út að einhver ákveðin einkenni tengist afbrigðinu sérstaklega. Eru sjúkdómseinkenni af þess völdum sögð líkjast einkennum af völdum annarra afbrigða veirunnar:

Hár hiti

Stöðugur hósti

Breytingar eða missir lyktar- og/eða bragðskyns

Sjúklingurinn verður andstuttur

Þreyta eða örmögnun

Verkir um allan líkamann

Höfuðverkur

Hálsbólga

Stíflað nef

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál