fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Tímamót í baráttunni við Malaríu – Egyptaland er laust við sjúkdóminn

Pressan
Fimmtudaginn 24. október 2024 06:30

Malaría berst með mýflugum. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malaría plagaði fornegypta en nú er staðan önnur og malaríu hefur verið útrýmt í landinu að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem lýsti landið laust við malaríu á sunnudaginn.

Segir stofnunin þetta vera sögulegt. Tedros Adhanom, forstjóri WHO, sagði í tilkynningu að malaría sé jafn gömul egypskri menningu en þessi sjúkdómur, sem hrelldi faróana, heyri nú sögunni til.

Með þessu áfanga er nærri aldarlöngu verkefni í landinu lokið en stefnt var að því að útrýma sjúkdómnum.

WHO lýsir land laust við malaríu ef ekkert tilfelli greinist þar í þrjú ár í röð. Þess utan verður landið að sýna fram á að það geti komið í veg fyrir að sjúkdómurinn nái að hreiðra um sig á nýjan leik.

WHO segir að rekja megi sögu malaríu í Egyptalandi til baka allt að 4.000 fyrir Krist. Meðal annars fundust ummerki um malaríu í faróum Tutankhamon en lík hans er vel varðveitt.

Malaría verður um 600.000 manns að bana árlega. 95% fórnarlambanna eru í Afríku og það eru börn sem eru í mestri hættu. 80% þeirra sem látast af völdum malaríu í Afríku eru yngri en fimm ára.

Sjúkdómurinn berst með mýflugum en getur einnig borist á milli fólks við blóðgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum
Pressan
Í gær

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars
Pressan
Í gær

Hraðasta hleðslutæki heims hleður farsíma að fullu á tæpum 5 mínútum

Hraðasta hleðslutæki heims hleður farsíma að fullu á tæpum 5 mínútum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Betra er seint en aldrei – Bók skilað eftir 113 ár

Betra er seint en aldrei – Bók skilað eftir 113 ár