fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Sérfræðingur segir þetta merki um að eiginmaðurinn sé að halda framhjá

Pressan
Fimmtudaginn 24. október 2024 03:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnumótasérfræðingurinn Jana Hocking starfar náið með karlmönnum, sem eru í allskonar samböndum, til að læra að lesa í framhjáhaldshegðun þeirra. Þetta hefur gert henni kleift að gefa konum, sem eru óvissar um hvort eiginmenn þeirra eða unnustar séu þeim trúir, góð ráð.

Jana hefur komist að því að það eru fimm „snemmbúin merki“ um að karlinn sé kannski að daðra við aðra konu eða halda framhjá. Þessi merki eiga einnig við um þá sem hafa verið lengi í sambandi.

„Ef þú hefur á tilfinningunni að hann sé að halda framhjá, þá er það yfirleitt rétt. Því miður hefur innsæi okkar sjaldan rangt fyrir sér,“ segir hún í grein í news.com.au.

Annað merki er að hennar sögn að finna á Instagram. „Ef þeir fylgja mörgum bikiníklæddum konum á Instagram, þá eru miklar líkur á að þeir sendi þessum konum einkaskilaboð. Það er skelfilegt hversu mörg skilaboð ég fæ frá körlum sem eru í sambandi og ég er fimma miðað við þær tíur sem þeir fylgja,“ sagði hún og á þar við mat á eigin fegurð og fegurð hinna kvennanna.

Hún ráðleggur konum, sem gruna maka sinn um græsku, að fylgjast vel með vinkonum sínum og það er sérstök ástæða fyrir því: „Fylgstu með vinkonum þínum. Í svo mörgum framhjáhaldssögum koma sameiginlegir vinir við sögu – ekki ókunnugir.“

Hún ráðleggur konum einnig að spyrja vini mannsins hvort hann sé að halda framhjá eða ekki. En hún bendir á að það þurfi að hafa í huga að ekki sé öruggt að þeir svari sannleikanum samkvæmt. „Konur halda framhjáhaldi sínu mjög leynilegu – karlar monta sig. Þeir monta sig mikið. Ef maðurinn þinn er að halda framhjá, þá vita vinir hans það örugglega. Spurðu þá.“

Lokaráð hennar er að konur eiga að „vera forvitnar“ um síma makans því hann getur komið upp um hvort hann er að halda framhjá: „Símar leyna mörgum syndum. Ef makinn byrjar skyndilega að gæta símans síns mjög vel, þá skalt þú verða forvitin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum
Pressan
Í gær

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars
Pressan
Í gær

Hraðasta hleðslutæki heims hleður farsíma að fullu á tæpum 5 mínútum

Hraðasta hleðslutæki heims hleður farsíma að fullu á tæpum 5 mínútum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Betra er seint en aldrei – Bók skilað eftir 113 ár

Betra er seint en aldrei – Bók skilað eftir 113 ár