fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður

Pressan
Fimmtudaginn 24. október 2024 15:33

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bretlandi er komin út bókin The Letter. Í bókinni segir kona að nafni Sarah Sidebottom, en hún ritar bókina ásamt rithöfundinum Ann Cusack, frá skelfilegu kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns og bróður í æsku. Það liðu um 50 ár frá því að ofbeldið hófst fyrst þar til Sarah öðlaðist nægilegan mikinn styrk og hugrekki til að kæra. Á tímabili leit ekki út fyrir að tækist að koma fram með nægilega sterk sönnunargögn til að sakfella fegðana en gamalt bréf átti eftir að hafa úrslitaáhrif.

Mirror birtir brot úr bókinni.

Sarah sem er 55 ára gömul segir að sárin úr æsku hafi fylgt henni öll fullorðinsárin.

Hún segir að fyrstu minningar hennar séu frá því þegar hún var þriggja ára gömul en þá hafi Arthur faðir hennar naugað henni. Minningarnar fram að sex ára aldri eru brotakenndar en þegar hún náði þeim aldri byrjaði faðir hennar að nauðga henni reglulega. Hann nýtti yfirleitt tækifærið þegar móðir Sarah brá sér af heimilinu en fjölskyldan bjó í bænum Chard í héraðinu Somerset í suðvesturhluta Englands.

Stundum notaði faðir hennar hluti við hið skelfilega ofbeldi sem hann beitti dóttur sína. Hún þráði að segja einhverjum frá því sem var að gerast en faðir Sarah hótaði því að skjóta bæði hana og móður hennar ef hún segði nokkrum manni frá. Hann átti fleiri en eina byssu og Sarah var ekki í nokkrum vafa um að hann myndi gera alvöru úr hótuninni.

Bróðirinn líka

Sarah þorði bara í eitt skipti að reyna að standa uppi í hárinu á föður sínum og sagði við hann að best væri að drepa hana. Hún var alveg viss um að enginn myndi trúa henni þar sem að faðir hennar naut virðingar og þótti koma vel fyrir. Ofbeldið og nauðganirnar héldu áfram þar til hún varð 13 ára. Þá flutti hún ásamt móður sinni út af heimilinu og var alveg viss um að nú væri hún laus við ofbeldið. Eldri bróðir hennar Arthur Stephen varð eftir hjá föður þeirra. Tveimur árum seinna heimsótti Arthur Stephen mæðgurnar og við það tækifæri nauðgaði hann systur sinni.

Sálarlíf Sarah fór eftir þetta aftur í tætlur. Vanlíðanin var mikil. Hana langaði til að segja frá en eins og áður var hún viss um að henni yrði ekki trúað. Hún tók inn of stóran skammt af lyfjum en lifði það af.

Um leið og hún hafði aldur til flutti hún að heiman. Þá var komið fram á níunda áratug síðustu aldar.

Hún hafði mikinn áhuga á að gefa sig að listum enda er hún listræn en öll áföllin úr æsku héldu aftur af henni, sjálfstraustið var ekkert. Hún gifti sig og eignaðist tvær dætur. Sambandið við eiginmanninn gekk ekki upp, ekki síst vegna þess hversu erfitt Sarah átti með alla nánd.

Áföllin fylgdu henni hins vegar enn og hún drakk iðulega áfengi til að deyfa sársaukann.

Nýtt upphaf

Í lok árs 2009 kynntist Sarah núverandi eiginmanni sínum, Darren Sidebottom. Hann var henni afar góður og í fyrsta sinn treysti hún karlmanni. Hún treysti honum fyrir leyndarmálinu sem hafði plagað hana í öll þessi ár. Darren hvatti hana til að kæra föður sinn og bróður til lögreglu og 2019 lét hún verða af því.

Rannsóknin gekk hægt og Sarah var tjáð að öll gögn hefðu tapast. Líðanin fór aftur niður á við og minningarnar um ofbeldið streymdu fram. Hún var eitt sinn á barmi sjálfsvígs en hundur hennar stóð í vegi fyrir glugganum sem hún ætlaði sér að hoppa út um. Með hjálp hundsins, eiginmannsins og dætranna náði hún að halda sjó.

Bréfið

Gögnin sem vörðuðu rannsóknina reyndust þó ekki vera týnd. Sarah var sýnt bréf frá árinu 1973. Bréfið var frá sjúkrahúsi og í því var lýst miklum áverkum á kynfærum hennar, bæði innvortis og útvortis. Sarah var þá þriggja og hálfs árs. Hún þurfti vegna áverkanna að gangast undir skurðaðgerð og fá blóðgjöf. Læknar á þeim tíma tóku trúanlega lygasögu föður Sarah um að hún hefði dottið niður stiga og lent á go-kart bíl.

Lögreglan tjáði henni að bréfið væri mjög mikilvægt sönnunargagn fyrir ákæruvaldið í málinu. Hún vildi ræða bréfið við móður sína en mátti það ekki þar sem það gæti spillt fyrir dómsmáli á hendur föður hennar og bróður. Móðir Sarah lést 2021 áður en dómur féll og því gat hún ekki spurt hana út í bréfið. Það reyndist henni afar erfitt.

Í kjölfar réttarhaldanna yfir feðgunum fékk Sarah áfallastreituröskun en í dag starfar hún að því að koma á umbótum á því hvernig saksóknarar og lögreglan í Bretlandi geta tekið betur á móti þolendum kynferðisofbeldis. Hún hvetur aðra þolendur til að vera ekki hrædda og að segja frá. Það sé óheyrilega erfitt en hennar saga sýni að hægt sé að ná fram réttlæti jafnvel þó að langur tími sé liðinn.

Faðir Sarah var 2022 dæmdur í 21 árs fangelsi og bróðir hennar í 12 ára fangelsi. Þeir höfðu báðir áður hlotið dóma fyrir að beita aðrar stúlkur kynferðislegu ofbeldi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál