fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

1.000 króna hurðastopparinn reyndist vera 450 milljóna króna virði

Pressan
Fimmtudaginn 24. október 2024 07:00

Styttan af Sir John Gordon. Mynd:Highland Council

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1728 bjó franski listamaðurinn Edme Bouchardon til marmarastyttu af Sir John Gordon. Árið 1930 keypti sveitarfélagið Invergordon Town í Englandi skúlptúrinn fyrir 5 pund en það svarar til um 1.000 íslenskra króna í dag. Þetta var auðvitað töluverð upphæð á þeim tíma fyrir einstaklinga en ekki neitt sem hefði átt að sliga rekstur heils sveitarfélags.

Stytta virðist síðan hafa verið sett á rangan stað þegar sveitarfélagið var endurskipulagt. Hún fannst síðan árið 1998 en þá var hún í notkun sem hurðastoppari í skúr í iðnaðarhverfi í Balintore sem er nærri Invergordon.

Það kom sér vel fyrir sveitarfélagið að styttan fannst því hún er metin á sem nemur um 450 milljónum íslenskra króna.

Sveitarfélagið ákvað nýlega að selja hana og er hún nú á uppboði hjá Sotherby‘s og nú þegar hefur borist boð upp á um 450 milljónir króna.

Stefnt er að því að setja söluverðið í sérstakan sjóð sem verður ávaxtaður og gæti skilað sveitarfélaginu um 22 milljónum króna í vexti á ári. Verða vextirnir notaðir til fjárfestinga í sveitarfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum
Pressan
Í gær

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars

Nýjar myndir frá NASA sýna hvernig dekk Curiosity er farið eftir 12 ár á Mars
Pressan
Í gær

Hraðasta hleðslutæki heims hleður farsíma að fullu á tæpum 5 mínútum

Hraðasta hleðslutæki heims hleður farsíma að fullu á tæpum 5 mínútum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu

Vann 66 þúsund milljónir í lottóinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Betra er seint en aldrei – Bók skilað eftir 113 ár

Betra er seint en aldrei – Bók skilað eftir 113 ár