fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Telur þetta benda til þess að úrslitin í bandarísku forsetakosningunum séu ráðin

Pressan
Miðvikudaginn 23. október 2024 09:35

Stanley Druckenmiller. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stanley Druckenmiller, einn farsælasti fjárfestir sögunnar, segir að ýmislegt bendi til þess að úrslitin í bandarísku forsetakosningunum séu ráðin. Druckenmiller er einn ríkasti maður Bandaríkjanna og eru eigur hans metnar á um tíu milljarða Bandaríkjadala.

Í viðtali við Bloomberg sagði fjárfestirinn að margt benti til þess að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna.

„Ég verð að segja, ef við lítum á síðustu tólf daga, þá virðist markaðurinn vera sannfærður um að Trump muni vinna. Maður sér það á hlutabréfum í bönkum, rafmynt og meira að segja á DJT, samfélagsmiðlafyrirtæki hans,“ sagði Druckenmiller.

„Þannig að ef þú myndir setja byssu upp við höfuðið á mér myndi ég segja að Trump sé líklegastur til að vinna kosningarnar.“

Druckenmiller benti á að skoðanakannanir gæfu ekki alltaf rétta mynd af stöðu mála og það væri eitt af þeim sem hefði breyst í gegnum árin.

„Það svarar enginn þessum könnunum lengur,“ sagði hann og benti á að fyrirtækin sem framkvæma skoðanakannanir geti aðeins lagt mat á svör þeirra sem taka upp símann – og þeim fari fækkandi. Það geri það að verkum að erfitt er að fá svarendur til að endurspegla með nákvæmum hætti þá sem ganga svo að kosningaborðinu.

Hann segir að hlutabréfaverð og verð á Bitcoin hafi farið hækkandi undanfarna daga og það bendi til þess að markaðurinn telji að Trump muni vinna. Þessu væri öfugt farið ef markaðurinn teldi að Kamala Harris væri líklegur sigurvegari.

Druckenmiller hefur sjálfur gefið það út að hann muni hvorki kjósa Donald Trump né Kamölu Harris í komandi kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs