fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Pressan

Þvaglátsaðvörun dreifist hratt á samfélagsmiðlum – Sérfræðingi er brugðið

Pressan
Þriðjudaginn 22. október 2024 03:55

Skyldi hún pissa í sturtu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum, og þá aðallega TikTok, breiðist þvaglátsaðvörun ein hratt út þessa dagana. Sérfræðingi er mjög brugðið og segir þessa aðvörun ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum.

Aðvörunin snýr að konum og ef þú ert meðal þeirra kvenna sem eiga það til að kasta af sér vatni í sturtu þá er þessi aðvörun beint að þér. Samkvæmt því sem segir í þessari aðvörun, þá er það mjög slæmt fyrir grindarbotn kvenna ef þær pissa standandi.

Kvensjúkdómalæknirinn Emma Qureshey, frá Texas í Bandaríkjunum, segir í TikTok-myndbandi að það geti skaðað grindarbotninn ef konur pissa standandi.

En norski sjúkraþjálfarinn Linda Sørby, sem hefur sérhæft sig í grindarbotnsmálum, sagði í samtali við Dagbladet að þessi ummæli Emmu séu sjokkerandi.

„Ég hræðist þetta trend og að það sé orðið svona vinsælt vegna þessara myndbanda,“ sagði hún og bætti við að grindarbotninn sé mjög sveigjanlegur og geti teygst mjög mikið, til dæmis við fæðingu.

Að það geti skaðað hann að kona pissi standandi er því ekkert sem Linda kaupir.

Í myndbandi sínu segir Emma að með því að pissa standandi sé hætta á að þvagblaðran tæmist ekki almennilega. Linda sagði þetta geta verið rétt en sé ekki neitt sem konur eigi að hræðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bíræfin tilraun til tryggingasvika náðist á myndband

Bíræfin tilraun til tryggingasvika náðist á myndband