Golenkov þessi er talinn hafa fyrirskipað skelfilega sprengjuárás á verslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk í Úkraínu í júní 2022. Verslunarmiðstöðin var full af óbreyttum borgurum og létust yfir 20 manns í árásinni.
Volodomír Selenskíj, forseti Úkraínu, var ómyrkur í máli eftir árásina og sagði að um væri að ræða eina „skelfilegustu hryðjuverkaárás“ í sögu Evrópu.
Þá er Golenkov sagðir hafa fyrirskipað sprengjuárás á níu hæða íbúðabyggingu í Dnipro í janúar í fyrra sem varð 46 að bana.
Úkraínska leyniþjónustan greindi frá dauða Golenkov og sagði að hann hefði verið drepinn með „hamri réttlætisins“. Segir Newsweek frá því að hann hafi verið með mikla áverka á höfði og ljóst að hann hafi verið barinn til óbóta.