fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Pressan

Kynlífsdraumurinn sem fáar konur þora að láta rætast

Pressan
Þriðjudaginn 22. október 2024 03:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að kynlífi þá eiga flestir, ef ekki allir, sér drauma, langanir eða blæti sem þeir vilja gjarnan upplifa en láta samt sem áður ekki verða af því.

Þetta á við um nær allar konur, eða 90% þeirra að því er segir í umfjöllun Metro sem segir að könnun, sem var gerð á vegum stefnumótaappsins Pure, og náði til 3.000 kvenna varpi ljósi á langanir kvenna þegar kemur að kynlífi. Voru konurnar spurðar hvaða kynlífsdrauma þær vildu gjarnan upplifa.

Um 35% þeirra sögðust gjarnan vilja upplifa kynlíf með meira en einum aðila í einum, þremur eða fjórum, orgíu.

Gigi Engle, kynjafræðingur og kynlífssérfræðingur hjá sextoys.co.uk, ræddi við Metro og sagði frá þeim flækjum sem geta fylgt kynlífi með fleiri en einum aðila og af hverju konur vilja stunda slíkt kynlíf.

„Orgía er hópkynlíf þar sem allir stunda kynlíf með öllum í sama rýminu, skiptir þá engu hvort það eru þrír eða fjórir eða fjöldi para,“ sagði hún.

Hún benti á að orgíur eða hópkynlíf sé ein elsta tegund kynlífs sem til er, hafi verið til nánast síðan mannkynið kom fram á sjónarsviðið.

En hvað er það við hópkynlíf sem höfðar til kvenna? „Þú getur upplifað sýniþörf og sýningarþörf og það er mikið kikk því þú getur horft á aðra og aðrir geta horft á þig í hópkynlífi,“ sagði Gigi og bætti við að það að taka þátt í slíku kynlífi geti fólk fullnægt lostafullum og dýrslegum hvötum. Þetta sé tabú því samfélagslega séð er ansi villt að stunda hópkynlíf.

Hún sagði að það eina sem fólk þurfi að gæta að sé að allir þátttakendur séu samþykkir því sem fer fram og að forðast kynsjúkdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bíræfin tilraun til tryggingasvika náðist á myndband

Bíræfin tilraun til tryggingasvika náðist á myndband