fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Hrottalegt morð á kennara fyrir framan nemendurna skekur heila þjóð

Pressan
Þriðjudaginn 22. október 2024 22:00

Perúskir lögreglumenn takast á við mótmælendur. Mynd:Gustavo Moya/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottalegt morð á kennara í Lima, höfuðborg Perú, skekur nú perúsku þjóðina en morðið þykir sýna vel hvernig glæpagengi beita fjárkúgunum til að halda almenningi í heljargreipum.

Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sjást skelfingu lostin börn og lífvana líkami Julio César Pachecos á skólalóð í verkamannahverfi í austurhluta Lima.

Pachecos var skotinn til bana, fyrir framan nemendur sína, af manni sem var dulbúinn sem sendill.

Morðið var framið um hábjartan dag og er sagt vera lýsandi dæmi um það mikla ofbeldi sem herjar á landið en skipulögð glæpasamtök sækja í sig veðrið. Morðið hefur ýtt enn frekar undir umræður um það mikla tjón sem fjárkúganir og ofbeldisverk valda samfélaginu sem heild.

The Guardian segir að morðið á Pacheco sé ekki einangrað tilvik, heldur hluti af stórri glæpaöldu. Allt þetta hefur vakið mikla reiði meðal almennings sem hefur mótmælt víða um land og verkföll hafa verið boðuð. Almenningur sakar ríkisstjórnina um getuleysi við að halda uppi lögum og reglu.

Þeir sem neita að greiða glæpagengjunum verndargjald verða fyrir barðinu á þeim og eiga á hættu að handsprengjum sé kastað að þeim eða þeir jafnvel myrtir. Ná þessar fjárkúganir og ofbeldisverk til allra stétta samfélagsins. Meðal fórnarlamba þeirra hafa verið strætisvagnsstjórar, leigubílstjórar, verslunareigendur, listamenn, hárgreiðslufólk og starfsfólk í eldhúsum.

Í síðustu viku voru 7 morð framin í Lima á innan við 12 klukkustundum og skipti litlu máli að neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 14 hverfum borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Í gær

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið