fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Forðuðu sér frá Úkraínu en dóu svo í fellibylnum Helenu

Pressan
Þriðjudaginn 22. október 2024 15:30

Anastasia Novitnia-Segen og Dmytro Segen ásamt syninum Yevhenii.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 töldu hjónin Anastasia Novitnia-Segen og Dmytro Segen að hagsmunum þeirra væri best borgið utan Úkraínu.

Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna, Norður-Karólínu nánar tiltekið, í júní 2022 og hefja þar nýtt líf ásamt ungum syni sínum, Yevhenii Segen og Tetienu Novitnia, móður Anastasiu.

Systir Anastasiu, Anna Wiebe, og eiginmaður hennar, Ryan, voru þegar búsett í Norður-Karólínu og gátu þau veitt fjölskyldunni góðan stuðning í nýju landi.

Hörmungar dundu yfir fjölskylduna í september síðastliðnum þegar fellibylurinn Helena gekk yfir í Suðurríkin og olli miklum flóðum, einkum í Norður-Karólínu.

Anastasia og Dmytro fundust látin þann 14. október síðastliðinn en Yevhenni, 13 ára, og amma hans, Tetiana, eru talin af eftir að flóð hrifsaði með sér hjólhýsi fjölskyldunnar.

Anna og Ryan og tvö börn þeirra komust lífs af og hugðust þau reyna að koma fjölskyldunni til bjargar.  Þegar þau komu að staðnum þar sem heimilið var blasti ekkert við nema eitthvað sem líktist stóru stöðuvatni.

Segen-hjónin fundust sem fyrr segir látin þann 14. Október síðastliðinn en leit að Yevhenni og Tetiönu hefur engan árangur borið. „Leitarhóparnir telja að þau séu grafin undir aur og leðju, á svo miklu dýpi að hundarnir finna þau ekki einu sinni. Við vitum ekki hvort þau muni fannst,“ segir Ricky Wiebe, bróðir Ryans, í viðtali við People.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“