fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Pressan

Senur á Tenerife um helgina: „Drullið ykkur heim!“

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmenn mótmæli fóru fram á Kanaríeyjum um helgina þar sem mótmælendur létu grunlausa ferðamenn meðal annars finna fyrir því.

Undanfarna mánuði hafa farið fram mótmæli, bæði á Tenerife og Gran Canaria, sem beinast gegn ferðamönnum á eyjunum. Vilja sumir meina að ferðamannaiðnaðurinn ýti undir atvinnuleysi og hækki fasteignaverð upp úr öllu valdi. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í apríl síðastliðnum og um helgina var aftur mótmælt.

Eins og sést á myndunum í myndbandinu hér að neðan tók talsverður fjöldi fólks þátt í mótmælunum. Á myndum má meðal annars sjá ferðamenn liggja í sólbaði á Troya-ströndinni á Tenerife þar sem þeir eru umkringdir mótmælendum með skilti, trommur og flautur.

„Ströndin er okkar,“ hrópuðu mótmælendur meðal annars. „Ferðamenn, drullið ykkur heim,“ stóð á svo á skilti.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að ekki séu allir heimamenn sáttir við mótmælin og vilja þeir meina að reiðin ætti ekki að beinast gegn þeim ferðamönnum sem heimsækja eyjarnar.

„Það er skömm að þessu. Við eigum að berjast fyrir meiði gæðum í ferðamannaiðnaðinn en ekki gegn þeim sem koma hingað,“ segir Veronica Quintero sem er búsett á Tenerife.

Annar segir að mótmælendur geti þakkað ferðamannaiðnaðinn fyrir það að lífsgæði eru almennt ágæt á Tenerife. Það sé túristum að þakka að mótmælendur eigi flotta síma og séu í góðum holdum.

Talið er að um 7.000  manns hafi tekið þátt í mótmælunum um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“