fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Pressan

Ósátt við framhjáhald föður síns en átti eftir að iðrast hefndarinnar

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að birta opinberlega kynferðislegt myndefni af fyrrum hjákonu föður síns. Um myndbirtinguna hafði hún samstarf við móður sína og systur.

Daily Mail fjallar um málið.

Hin dæmda heitir Elanor Brown og er 24 ára. Faðir hennar er fyrrverandi lögreglumaður og sömuleiðis móðir hennar en systir Elanor var starfandi í lögreglunni þegar myndirnar voru birtar.

Faðirinn heitir Geoff Brown og er 61 árs. Ástarsambandi hans við hjákonuna lauk fyrir 12 árum en kona hans og dætur eru greinilega enn verulega reiðar vegna framhjáhaldsins. Árið 2022 sendi móðirin myndir, af kynferðislegum toga, af hjákonunni til Eleanor sem sendi myndirnar til eiginmanns konunnar. Hún birti einnig myndinar á vefsíðunni Beaver Street og stofnaði þar prófíl í nafni konunnar en á síðunni geta konur auglýst kynlífsþjónustu til sölu.

Í prófílnum var auglýsing um að konan byði kynlífþjónustu gegn gjaldi og með auglýsingunni fylgdi símanúmer eiginmanns hennar en honum bárust 14 skilaboð og átta símtöl frá áhugasömum aðilum.

Systir Eleanor, Sophie, átti einnig þátt í myndbirtingunni og auglýsingunni en það kemur ekki fram hver hennar hlutur var en hún hefur verið rekin úr starfi sínu sem lögreglumaður.

Í yfirlýsingu þessarar fyrrum hjákonu Geoff Brown, sem lesin var upp fyrir dómi, segir meðal annars að hún hafi upplifað martröð þegar hún hafi ekki náð að koma í veg fyrir að djarfar myndir af henni væru birtar á netinu. Hún hafi deilt þeim með ákveðnum manneskjum til að auka kynferðislega örvun þeirra en ekki ætlað þær til opinberrar birtingar. Það veki hjá henni viðbjóð að myndirnar hafi verið notaðar með þessum hætti og hún eigi bágt með að trúa að önnur kona hafi brotið á henni á þennan hátt.

Hatrið kraumaði

Þegar framhjáhaldinu lauk fyrir 12 árum var Eleanor enn barn. Hún segist hafa vitað af því en foreldrar hennar hafi ekki rætt það að ráði við hana og með árunum hafi hatrið í garð hjákonunnar kraumað innra með henni.

Öll sárindin vegna framhjáhaldsins komu síðan aftur upp á yfirborðið þegar móðir Eleanor rakst á auglýsingu nýs fyrirtækis eiginmanns hjákonunnar fyrrverandi á Facebook. Hún sagði Elanor frá auglýsingunni og eins og áður segir sendi henni kynferðislega myndefnið af konunni. Móðir og systir Eleanor hvöttu hana síðan áfram við og hjálpuðu henni að skipuleggja stanlausar skilaboðasendingar til eiginmanns hjákonunnar fyrrverandi, meðal annars með því að skrifa á Facebook-síðu nýja fyrirtækisins:

„Konan þín er hjónadjöfull og drusla.“

Maðurinn reyndi að fá föður Eleanor til að tala við hana og láta hana hætta sendingunum en náði ekki sambandi við hann.

Elanor hélt ótrauð áfram og sendi dóttur hjónanna skilaboð þar sem kom meðal annars fram að hún myndi sjá til þess að móðir hennar myndi aldrei gleyma því hvað hún hefði gert fjölskyldunni og að myndirnar myndu fylgja henni að eilífu. Dómari málsins sagði þessar skilaboðasendingar til dótturinnar hafa verið sérstaklega skammarlegar en í kjölfarið neyddust foreldrar hennar til að greina henni í fyrsta sinn frá þessu gamla framhjáhaldi móður hennar.

Dómarinn sagði hegðun Eleanor einkennast af hefni- og eigingirni og hún hafi lengst af sýnt litla iðrun. Þó hún hafi játað í miðjum réttarhöldum þá breyti það engu um að hegðun hennar hafi verið fyrirlitleg þar sem þolendur hennar hafi, áður en kom að játningunni, neyðst til að bera vitni fyrir dómi.

Ekki er ljóst hvort móðir og systir Elanor munu sæta ákæru fyrir sinn þátt í málinu. Ekki hefur verið gefið upp hvernig móðir hennar komst yfir myndirnar af fyrrum hjákonu manns hennar, sem hún sendi síðan til dóttur sinnar með fyrrgreindum afleiðingum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bíræfin tilraun til tryggingasvika náðist á myndband

Bíræfin tilraun til tryggingasvika náðist á myndband