fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Pressan

Hvítt lak fauk á framrúðuna: Brá hryllilega þegar hann sá svo hvað lá á götunni

Pressan
Mánudaginn 21. október 2024 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn útfararstofu í Póllandi hafa sent frá sér afsökunarbeiðni eftir heldur óheppilegt atvik síðastliðinn föstudag.

Bilun varð til þess að afturhleri líkbíls opnaðist þegar hann var að flytja lík á milli staða með þeim afleiðingum að líkið féll á götuna.

Í fréttum pólskra fjölmiðla kemur fram að ökumaður hafi verið á leið niður götu í Stalowa Wola í suðausturhluta Póllands á föstudag þegar hvítt lak fauk skyndilega á framrúðuna á bílnum hans. Þegar lakið fauk svo af rúðunni blasti líkið við á götunni fyrir framan hann.

Maðurinn taldi í fyrstu að hann hefði ekið á manneskju og var eðli málsins samkvæmt mjög brugðið. Birtu pólskir fjölmiðlar mynd af líkinu þar sem það lá á götunni.

Forsvarsmenn útfararstofunnar báðust afsökunar á atvikinu með yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að tæknileg bilun hefði orðið til þess að líkið féll úr bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“