fbpx
Sunnudagur 20.október 2024
Pressan

Harmleikur þegar fjórir vinir drukknuðu í umferðarslysi – „Versta martröð allra foreldra varð að veruleika“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. október 2024 12:30

Harvey Owen, Jevon Hirst, Hugo Morris og Wilf Fitchett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harmleikur varð þegar fjórir vinir, Jevon Hirst, Harvey Owen, Wilf Fitchett og Hugo Morris, drukknuðu eftir að bíll þeirra fór út af veginum og ofan í vatnsfylltan skurð í nóvember 2023.

Lögreglan í Norðvestur-Wales í Bretlandi hefur nú lokið rannsókn á slysinu og birt skýrsluna opinberlega.

Hirst, 16 ára, Owen, 17 ára, Fitchett, 17 ára, og Morris, 18 ára, létust eftir að bíll þeirra fór í skurð í hinu afskekkta Snowdonia-héraði. Vinirnir voru á leið í útilegu.

Við réttarhöld miðvikudaginn 16. október síðastliðinn sagði rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn í Norðvestur-Wales að unglingarnir drukknuðu eftir að Morris, sem hafði aðeins verið með bílpróf í sex mánuði, er talinn hafa misst stjórn á bíl sínum á meðan hann ók of hratt í illa merktri beygju á veginum.

„Ökutækið hefur komið aðeins of hratt inn í beygjuna og missti stjórn,“ sagði Ian Thompson, rannsóknarlögreglumaður umferðarslysa lögreglunnar í Norður-Wales. „Morris fór yfir hægri akreinina, fór inn á grasbrúnina, fór niður bratta fyllingu og síðan í vatnsfylltan frárennslisskurð.

„Mín niðurstaða er sú að allir fjórir ungu mennirnir hafi látist mjög fljótlega eftir áreksturinn,“ sagði Kate Robertson, yfirlæknir.

Thompson bætti við að vegna mikillar rigningar hefði áin hækkað um rúman meter áður en slysið varð og að það hafi rignt mikið daginn sem slysið varð. Hann telur þó að veðurskilyrði séu ekki orsök slyssins, en sagði að hægt hefði verið að afstýra slysinu.

„Akstur Morris var „verulegur“ þáttur í slysinu,“ sagði Thompson og tók fram að þegar slysið varð hafi bæði afturdekk bílsins verið með helmingi minni þrýstingi sem áskilinn er til að bera fjóra einstaklinga. Snapchat myndband sem Fitchett birti fyrir slysið gaf til kynna að allir fjórir piltanna hafi verið í öryggisbeltum þegar slysið varð.

Þrátt fyrir að hámarkshraði á veginum hafi verið 95 km sagði Thompson að ökumenn þyrftu að keyra mun hægar þegar kemur að umræddri beygju til að vera öruggir á veginum. „Eftir að hafa ekið beygjuna sjálfur fannst mér öruggasti hraðinn til að keyra hana vera 40 km,“ sagði hann.

Robertson sagði að umferðarskilti á svæðinu hefðu ekki dugað til að vara strákana við komandi beygju, en eftir að slysið varð hafa fleiri skilti og stangir verið sett þar upp.

Heather Sanderson, móðir Wilf Fitchett, sagði að fjölskyldan syrgi ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir hina foreldra, sérstaklega fyrir foreldra bílstjórans.

„Við gáfum Wilf leyfi til að fara vegna þess að við trúðum því að ökumaðurinn hefði staðist ökunámið, sem hann hafði gert. Við höfðum kannað málið og við myndum taka sömu ákvörðun aftur, að leyfa honum að fara. Ég var svo heppin að eignast Wilf þegar ég varð orðin 42 ára, ég mun að eilífu vera þakklát fyrir að hafa elskað hann og verið elskuð af honum í 17 ár. Ég mun sakna hans það sem eftir er af lífi mínu.“

Í yfirlýsingu frá Melanie, móður Hirst, sem lesin var upp í dómnum sagði hún að sonur hennar elskaði útiveru og göngur. „Jevon fannst gaman að umgangast vini sína. Hann var mjög ástríkur sonur.“ 

Crystal, móðir Owen, sagði að sonur hennar væri „fullkominn frá því að hann kom í heiminn og hélt áfram að vera það til hann var tekinn frá okkur á hörmulegan hátt. Versta martröð hvers foreldris varð að veruleika,“ sagði hún og bætti við að fjölskylda hans myndi það sem eftir lifiði syrgja lífið sem hann náði ekki að lifa.

Foreldrar Morris, Dominic og Sarah, minntust þess eftir því að sonur þeirra hefði verið haldinn „lífsþorsta“. „Engin orð geta lýst missi okkar. Hann var hamingjuamur og hlakkaði til helgarinnar. Heimurinn er í molum núna. Við vitum að hvað sem hann hefði ákveðið að taka sér fyrir hendur í lífinu hefði verið yndislegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti fimm manns árið 2016 – Tekinn af lífi í gærkvöldi

Myrti fimm manns árið 2016 – Tekinn af lífi í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Létu 13 ára dreng fá skammbyssu og neyddu hann til að skjóta á hús

Svíþjóð – Létu 13 ára dreng fá skammbyssu og neyddu hann til að skjóta á hús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ása Guðbjörg með óvænta yfirlýsingu eftir að maður hennar mætti fyrir dóm

Ása Guðbjörg með óvænta yfirlýsingu eftir að maður hennar mætti fyrir dóm
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana í eigin brúðkaupi af brjáluðum ökumanni

Skotinn til bana í eigin brúðkaupi af brjáluðum ökumanni