Í umfjöllun Live Science segir að tæknilega séð, séu plánetur hnattlaga og það séu þær vegna þess að massi þeirra er nægilega mikill til að mynda það þyngdarafl sem þarf til að gera þær hnattlaga.
„Í raun er eitt af skilyrðunum fyrir að vera pláneta að þær séu með nægan massa sem gerir þær hnattlaga,“ sagði Susana Barro, hjá Stjarneðlisfræði- og geimvísindastofnuninni í Portúgal, í samtali við Live Science.
En þetta þýðir ekki endilega að plánetur séu fullkomnar kúlur. „Við segjum þær hnöttóttar en þær eru í raun ekki fullkomlega kúlulaga, þar á meðal jörðin okkar,“ sagði Amirhossein Bahgeri, CALTECH.
Jörðin og plánetur líkar henni eru oft með bungu við miðbaug en hún myndast af völdum miðflóttaaflsins. Á jörðinni er þessi bunga töluverð. Vegna mismunar á miðflóttaaflinum og fjarlægðarinnar frá miðju jarðarinnar, þá eru hlutir um 0,5% léttari við miðbaug en á pólunum.
En miðflóttaaflið er ekki eina aflið sem getur breytt lögun plánetu. Hún er nægilega nálægt stjörnunni sinni, þá getur þyngdarafli hennar gert plánetuna ílanga. Þannig er plánetan WASP-103 b. þetta er gasrisi, tvisvar sinnum stærri en Júpíter og massi hennar er 1,5 sinnum meiri en massi Júpíters. Plánetan er á braut um stjörnu sem er tvisvar sinnum stærri en sólin.