fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Pressan

Eru til plánetur sem eru ekki hnattlaga?

Pressan
Sunnudaginn 20. október 2024 17:30

Jörðin og Mars eru hnöttóttar plánetur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörðin er hnöttótt og það eru hinar pláneturnar í sólkerfinu einnig. En eru til plánetur sem eru ekki hnöttóttar?

Í umfjöllun Live Science segir að tæknilega séð, séu plánetur hnattlaga og það séu þær vegna þess að massi þeirra er nægilega mikill til að mynda það þyngdarafl sem þarf til að gera þær hnattlaga.

„Í raun er eitt af skilyrðunum fyrir að vera pláneta að þær séu með nægan massa sem gerir þær hnattlaga,“ sagði Susana Barro, hjá Stjarneðlisfræði- og geimvísindastofnuninni í Portúgal, í samtali við Live Science.

En þetta þýðir ekki endilega að plánetur séu fullkomnar kúlur. „Við segjum þær hnöttóttar en þær eru í raun ekki fullkomlega kúlulaga, þar á meðal jörðin okkar,“ sagði Amirhossein Bahgeri, CALTECH.

Jörðin og plánetur líkar henni eru oft með bungu við miðbaug en hún myndast af völdum miðflóttaaflsins. Á jörðinni er þessi bunga töluverð. Vegna mismunar á miðflóttaaflinum og fjarlægðarinnar frá miðju jarðarinnar, þá eru hlutir um 0,5% léttari við miðbaug en á pólunum.

En miðflóttaaflið er ekki eina aflið sem getur breytt lögun plánetu. Hún er nægilega nálægt stjörnunni sinni, þá getur þyngdarafli hennar gert plánetuna ílanga. Þannig er plánetan WASP-103 b. þetta er gasrisi, tvisvar sinnum stærri en Júpíter og massi hennar er 1,5 sinnum meiri en massi Júpíters. Plánetan er á braut um stjörnu sem er tvisvar sinnum stærri en sólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?