fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Pressan

Dansaði of mikinn breikdans – Fékk keilulaga bungu á höfuðið

Pressan
Sunnudaginn 20. október 2024 15:30

Breikdansinn hafði svo sannarlega áhrif á höfuðið. Mynd:BMJ Case Reports

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breikdansari einn varð að gangast undir aðgerð á höfði vegna þess að hann gerði svo mikið af því að snúast á höfðinu að hann fékk „breikdans bungu“.

Metro segir að dansarinn hafi stundað æfingar í eina og hálfa klukkustund í einu, fimm sinnum í viku. Á þessum æfingum snerist hann á höfðinu í allt að sjö mínútur. Þetta olli þrýstingi á höfuðið og varð til þess að keilulaga bunga myndaðist. Hann hafði stundað breikdans í 19 ár þegar hann fór í aðgerðina.

Bungan myndaðist hægt og rólega og fór stækkandi eftir því sem árin liðu og varð svo viðkvæm að dansaranum fannst hann ekki getað farið úr húsi nema vera með hatt til að hylja hana.

Hann leitaði sér að lokum læknisaðstoðar og var sendur í ýmsar rannsóknir til að hægt væri að útiloka að um krabbamein eða aðra sjúkdóma væri að ræða. Hann var að lokum greindur með „höfuðsnúnings holu“.

Skýrt er frá málinu í vísindaritinu BMJ Case Reports. Í greininni eru breikdansarar hvattir til að forðast að láta sig snúast á höfðinu, að minnsta kosti ef þeir vilja sleppa við að fá „breikdans bungu“ á höfuðið.

Aðeins eitt annað svona tilfelli hefur verið tilkynnt til lækna fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“